Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 98

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 98
LEYNDIR STRAUMAR 71 skólagöngu gæti ekki orðið — og þá var nú að taka því, en “sigla þá næsta stryk, eftir því sem að náði”, eins og sjómenn komast að orði, — og bera sig karlmannlega. Stundum datt honum í hug að fara til Ameríku, en hann vissi það svo vel að foreldrar hans voru mjög mótstæð öllum flutningi í burtu frá íslandi. Um þetta hafði hann oft heyrt þau tala, því að móðurbróðir hans hafði ungur til Canada fario, og hafði átt heima í Winnipeg árum saman og farnast þar vel. Hann skrifaði systur sinni af og til, lét hann vel yfir líðan sinni, gekk vel og hafði reglulega atvinnu, en eggjaði aldrei neinn þann er vel gæti kom- ist af á íslandi, nokkru sinni þaðan að fara, en sagði jafnframt að dug- legir menn er vildu vinna gætu kom- ist vel áfram í Canada. Þótt nú að stundum hugur Garð- ars hvarflaði til Ameríku og þessa frænda hans er hann hafði aldrei séð, tók hann þó enga ákvörðun í málinu — og vesturfarir voru í raun réttri fjærri huga hans. Vetrarvertíðin var all-stórviðra- söm og ónæðissamt lyrir þilskipin úti á fiskiveiðum. Oft varð að leggja til drifs og láta reka fyrir veðri, en á sæmilegu skipi undir góðri stjórn með góðum félögum, var þetta svo eðlilegt að ekki er í frásögur fær- andi. Undir vorið ákvað hann að yfirgefa félaga sína, og réðist þá á reknetaskip er gert var út af ís- húsfélagi Faxaflóa til síldarveiða. Skipstjórinn var góðkunningi hans, °g hið mesta valmenni. Aðeins 5 menn auk matsveins var nú öll skips- höfnin. Skipið, þó lítið væri var hið bezta siglingaskip og óvenju hraðskreytt. Veiði stöðvar voru aðallega í utanverðum Faxaflóa, og við Snæfellsnes. Vikulega var siglt inn með síldina frosna, skipið losað í flýti og svo siglt jafnharð- an aftur út til aflafanga. Einu sinni um síðari hluta júní- mánaðar þegar að síldarveiðaskip- ið “Christian” var inni á Reykja- víkurhöfn stóð svo á að póstflutn- ingaskipið “Laura” kom þá frá út- löndum. Garðar var niður á Zim- sens bryggju, hafði flutt skipstjóra sinn í land og beið nú eftir honum. Þá kom stór bátur hlaðinn farþeg- um, í land frá póstskipinu. Stuttu síðar tók Garðar eftir konu og manni, miðaldra fólki, er báru með sér erlendan blæ. Úr kurteislegri fjarlægð, þar sem hann stóð, heyrði hann þau tala íslenzku með ein- kennilegum málblæ og datt honum í hug að þau myndu vera heimsnúnir Vestur-íslendingar. Stuttu síðar gaf maðurinn sig á tal við Garðar, þar sem hann stóð við skipsbátinn af síldarveiðaskipinu og spurði hann að því hvort að hann gæti hjálpað sér að sækja kistur út í póstskipið. Fóru þeir út að skipinu, náðu kist- unum og fluttu þær í land, >og kom ókunnugi maðurinn þeim í stundar- geymslu í vörugeymsluhúsi niður við höfnina. Ókunnugi maðurinn borgaði Garðari ríflega fyrir hjálp- ina, og spurði hann að heiti. Garð- ar sagði sem var, en af því að Ame- ríku-íslendingnum þótti nafnið fá- gætt sagði hann: “Eg á einmitt frænda, á líkum aldri og þú ert, og ber hann sama nafn.” Því næst spurði hann Garðar að því hvers son hann væri og sagði Garðar sem var. Auglýstist það þá að hér var kominn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.