Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 34
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ættinni og kynni að þroskast með
aldrinum, ef hann legði rækt við
hana. Síðasta bók S. B. Gröndals
er kvæði: Skriftir heiðingjans 1988.
Sama árið og Sigurður B. Gröndal
kemur nafni hans, Sigurður Helga-
son fram á sjónarsviðið með smá-
sagnabókina Svipir. Það eru átta
smásögur, hin fyrsta hafði birzt í
Eimreiðinni 1926 og var skrifuð á
Eiðum árið áður. Höfundurinn er
sýnilega austfirðingur, kunnugur á
Héraði, Seyðisfirði og víkunum þar
norður undan, en eg hef ekki náð í
upplýsingar um hann. Af myndum
að dæma virðist hann vera nálægt
fertugu.
Hinar fyrstu sögur hans voru
fremur bragðdaufar. En síðan hef-
ir hann skrifað tvær bækur: Ber er
hver að baki 1936 og Og árin líða
1938 (þrjár sögur), sem eru mjög
sæmilegar, þótt ekki beri þær af enn
sem komið er. Sigurður er raun-
sæism'aður. Hann tekur sárt til
fátæklinganna á austfirzku andnesj-
unum, og lýsir lífsbaráttu þeirra af
trúmensku við sannleikann. Þó
verður ekki sagt að hann sé bölsýnn;
hann mun vera snortinn af mannúð
Einars H. Kvaran, enda hefir lífið
kannske kent honum að þau sárin,
sem beiskast ísviða í bili, eru ekki
ávalt ólæknandi. Einn af beztu
kostum Sigurðar er binn einfaldi
tilgerðarlausi stíll hans.
Árið 1933 komu Dætur Reykja-
víkur I. Sögur eftir Þórunni Mag-
núsdóttur. Þetta voru smásögur.
En svo komu Dætur Reykjavíkur II:
Vorið hlær, fyrri hluti 1934 og Dæt-
ur Reykjavíkur III. Vorið hlær, síð-
ari hluti 1938. Og loks Að sólbakka
1937 og Líf annara 1938.
“Dætur Reykjavíkur” minna
mann ósjálfrátt á “Reykjavíkur-
istúlku” Kambans og Þrítugustu
kynslóðina hans. Var það svo að
Reykjavíkurstúlkan hefði fengið
málið sjálf? Svo var að sjá, eink-
um á sögu stallsystranna í Vorið
hlær. Sú sem söguna segir er há-
módern, ætlar sér að verða rithöf-
undur og hvað eina. Og vor-lífinu
er lýst á þessu hispurslausa, hálf-
glannalega, hálf-naiva máli, sem
einkennir Reykjavíkur stúlkurnar,
að minsta kosti meðan þær eru á
silkisokka-árunum. Stjórnmál og
stefnur koma þarna ekki til greina,
nema sem óraunsær heimur bak við
veruleikann, hvers yfirborð er kven-
leg snyrting, böll, bíltúrar og úti-
legur, en hvers kjarni er ástin og
gamaldagsi staðfesta í skapgerðun-
um, þrátt fyrir yfirborðs flausturs-
hátt nútíðarinnar.
Þórunn Magnúsdóttir er að vísu
fædd í Reykjavík 20. júlí 1910 af
borgfirzkum foreldrum, en hún ólst
upp í norðlenzkri sveit, lengst í Klif-
haga, öxarfirði (1918-24). Þar
misti hún heilsuna, og lítið bætti
það úr skák þótt fósturforeldrar
hennar flyttu til Reykjavíkur. Fá-
tækt iog heilsuleysi virðist hafa ver-
ið hlutskifti hennar lengst af, að
undanteknu einu brosandi ári sem
hún átti í Noregi (1935). Ef til
vill er það einmitt þess vegna að
Dætur Reykjavíkur baða í ljósi
vorsins og hafa hrossheilsu æskunn-
ar.
En besta bók hennar, Að Sól-
bakka er sveita-saga, eða réttara,
saga föðurlausrar telpu sem elst upp
á sveit, lendir þegnsamlegast í öll-
um þeim raunum, sem slíkrar