Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 58
ÍSLENZAR BÓKMENTIR f CANADA
31
hlaut að gefa ímyndunarafli hinna
gáfaðri manna ærin viðfangsefni, og
víkingaferðirnar skildu eftir gnægð
endurminninga, sem voru tilvalin
efni i frásagnir síðar meir. Dr.
Vilhjálmur Stefánssion leggur á-
herzlu á þessi utan að komandi áhrif
á víkingaferðunum, með öllum þeim
byltingum, sem þær höfðu í för með
sér fyrir þá, sem tóku þátt í þeim,
í síðustu bók sinni ‘Tceland’’, sem
nieðal annars f jallar um hinar fornu
bókmentir.
Hið pólitíska sjálfstæði þessa
smáa hóps, sem myndaði lýðveldi á
íslandi, fjarri því valdi, isem þá var
annað sterkasta valdið í heiminum,
konungsvaldinu, hefir líka haft sín
áhrif á alt andlegt líf hans. í raun-
inni var hið íslenzka lýðveldi ekki
lýðveldi í nútíma skilningi, það var
miklu fremur höfðingjaveldi. Þess
konar vald virðist stundum hafa
verið hagkvæmt fyrir þróun bók-
menta og lista. Borgarríkin á
Grikklandi til forna voru undir
höfðingjastjórn, þegar listir og vís-
mdi þeirra tíma komust á hæsta
stig í þeim. Og hið sama átti sér
stað í borgarríkjum ítalíu á miðöld-
unum. Á íslandi hlaut andlegt at-
smrfi að renna að mestu leyti í far-
veg skáldskapar og sagnfræði, því
að skilyrðin fyrir þess konar starf-
semi voru bezt.
Þá ber einnig að gæta þess, að
vald kirkjunnar isem stofnunar, sem
var hitt sterkasta valdið, sem þá
var til, var um langan tíma miklu
minna á íslandi heldur en annars
staðar í Evrópu. Kaþólska kirkjan
var allar miðaldirnar út mjög óvin-
veitt allri andlegri starfsemi, sem
ekki rúmaðist innan hinna þröngu
takmarka hennar. Þeir páfarnir,
sem voru vinir lista og veraldlegra
fræða á endurvakningar tímabilinu,
voru ekki góðir kirkjuhöfðingjar.
Viðhorf kirkjunnar náði aldrei að
festa rætur verulega á íslandi fyr
en útlendir biskupar voru sendir
þangað, eftir að þjóðin hafði glatað
isjálfstæði sínu.
Orsakanna að hinni miklu og sér-
stæðu þróun íslenzkra bókmenta til
forna verður að leita í fleiri en einni
átt. Meðfæddir hæfileikar, að ein-
hverju leyti ef til vill glæddir af
samblöndun tveggja kynþátta, vökn-
uðu til starfs vegna margvíslegra
ytri áhrifa log undir frjálslegu
stjórnarfyrirkomulagi. Þetta virð-
ast hafa verið aðalskilyrðin. Um
einstök atriði þeirra getur verið
mikill skoðanamunur. Andlegar
hreyfingar verða aldrei útskýrðar
til fulls. Sönnunaraðferðir vísind-
anna, sem eru svo óskeikular, þegar
um efnislegar staðreyndir er að
ræða, komast þar ekki að. f sálar-
lífi einstaklinga og þjóða eru ávalt
öfl að verki, sem erfitt er að skýra
til fulls.
*WI
fslenzkar bókmentir í Vestur-
heimi eru vitanlega grein á hinu
íslenzka bókmentatré. En þær eru
meira en það. Þær hafa sinn sér-
staka svip, sem umhverfi, kjör og
lífsreynsla innflytjendanna og af-
komenda þeirra hafa isett á þær.
Þetta er svo auðsætt að óþarfi er að
taka það fram. Ekkert íslenzkt
skáld hér vestan hafs hefði ort eins
og það hefir gert, ef það hefði alið
allan aldur sinn á íslandi. Það er
meira að segja vafasamt, hvort að
sumir þeir, sem lagt hafa nokkurn