Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 43
FÁEIN MINNINGARORÐ
17
fararnefndin”, sem svo var nefnd.
Sú nefnd var fyrst kosin á ársþingi
félagisins 1927, og voru þá fimm
menn í henni, en síðar var bætt við
í hana svo að á endanum urðu nefnd-
armenn ellefu eða tólf. Var Ragnar
E. Kvaran ritari þeirrar nefndar,
eftir að hann kom í hana, og vann í
henni af miklum áhuga og með
þeirri lægni og lipurð, sem honum
var lagið. Eins og kunnugt er, urðu
all-snarpar deilur um heimferðar-
málið 1 blöðunum, og þurfti nefndin
að verja gerðir sínar. Munu flest-
ar greinarnar, sem um það mál voru
ritaðar, af hálfu nefndarinnar, hafa
verið samdar af honum. Voru þær,
eins og vænta mátti, prýðilega rit-
aðar, Ijósar og sannfærandi og laus-
ar við alla áreitni í garð andstæð-
inganna og æsingar. Var starf hans
alt í þeirri nefnd mjög lofað af
nefndarmönnum hans.
Hér er ekki rúm til þess að minn-
ast að nokkru gagni á ritstörf
Ragnars E. Kvarans yfirleitt; en
það er mikið, sem eftir hann liggur,
ekki eldri maður en hann varð, af
frumsömdum ritgerðum um margs
konar efni, prentuðum ræðum og
þýðingum. Vonandi kemst sú tíma-
bæra uppástunga séra Jakobs Jóns-
sonar, að út verði gefið safn af rit-
gerðum og ræðum eftir hann, ein-
kvern tíma í framkvæmd. Það má
hiklaust telja hann með snjöllustu
ritgerðahöfundum íslenzkum á síð-
astliðnum tveimur áratugum. Hann
ritaði fagurt mál og gat gert jafnvel
mjög erfið viðfangsefni ljós og að'-
gengileg jafnt í ritgerðum isem í
ræðum.
Meðlimir Þjóðræknisfélagsins og
allir góðir íslendingar vestan hafs
munu lengi minnast hans sem hins
áhugamesta leiðtoga og ágæts sam-
verkamanns í öllu þjóðræknisstarfi
þeirra. Hann dvaldi hér rúm ellefu
ár, en þau ár voru eflaust bezti
starfstími æfi hans. Starf hans
hér á öllum sviðum var vel metið.
Og þegar hann hvarf heim til ætt-
jarðarinnar, ásamt sinni ágætu konu
og börnum, var hann kvaddur með
mikilli eftirsjá af fjölda mörgum
vinum, sem höfðu unnið með honum
í Þjóðræknisfélaginu og á öðrum
sviðum. Eftir að hann kom heim
lét hann sér mjög ant um að halda
við samböndum milli heimaþjóðar-
innar og þjóðarbrotsins vestan hafs.
Með fráfalli hans höfum við Vestur-
íslendingar mist einn okkar bezta
vin á íslandi, vin, sem vegna all-
langrar dvalar hér og þátttöku í fé-
lagslegu starfi var fullur skilnings
og samúðar með okkur í viðleitninni
að vernda þjóðararf okkar hér í
Jandi.