Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 90
ÖRN ARNARSON SKÁLD
63
orðhaga og- kröftuga lýsingu skálds-
ins á þessum persónugerving ís-
lenzkrar hreysti og hetjumensku í
hópi þeirra, er sækja gull í greipar
Ægis konungs og hræðast eigi þó
hörð verði fangbrögðin við hann:
Hann var alimi upp við alark,
útilegur, skútuhark.
Kjörin settu á manninn mark,
meitluðu svip og stældu kjark.
Sextíu ára svaðilför
setur mark á brá og vör,
ýrir hærum skegg og skör,
skapið herðir, eggjar svör.
Norðanfjúkið frosti remmt
fáum hefir betur skemt,
sílað hárið, salti stemt,
sævi þvegið, stonmi kembt.
Sunnan rok og austan átt
eldu við hann silfur grátt.
Þá var Stjána dillað dátt,
dansaði skeið um hafið blátt.
Sló af lagi sérhvern sjó,
sat við stýri, kvað og hló,
upp i hleypti, undan sló,
eftir gaf og strengdi kló.
Svo lagði Stjáni upp í síðustu sjó-
ferðina og lét ekki á sig bíta, að
“kólgubólginn klakkabakki kryppu
UPP við hafsbrún skaut”, en bauð
stormi og stórsjó byrginn:
Æsivindur lotulangur
löðri siglum hærra blés,
söng í reipum, sauð á keipum,
sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði fyrir Keilisnes.
Vindur hækkar hrönnin stækkar,
hrímgrátt særok felur gnrnd,
brotsjór rís til beggja handa,
brimi lokast vík og sund.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði beint á drottins fund.
Og allt er kvæðið með sama meist-
arabrag að orðalagi, hrynjandi, sem
minnir á brimið og stormhvin, ágæt-
lega samræmt frá byrjun til loka.
Má það öllum ljóst vera, sem kvæði
þetta lesa með athygli og sæmileg-
um skilningi, að þannig yrkja þeir
einir, sem Ijóðgáfan hefir verið lögð
í brjóst og á tungu af þeim máttar-
völdum, sem hana veita.
önnur kvæði skáldsins, sem að
framan hefir verið vitnað í eða tek-
in hafa verið upp í heild sinni, eru
frekari sönnun þess, að örn Arnar-
son er ekki óboðinn gestur í “lundin-
um helga”. Mun það því sameigin-
leg ósk vina hans og aðdáenda hérna
megin hafsins, að hlynur hans standi
enn um mörg ár með sem mestum
blóma í íslenzkum skáldaskógi, því
að “strjáll er enn vor stóri gróður”.