Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 114
TUTTUGASTA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
87
siðla S júlímámiði og heimsótti allar is-
lenzkar bygðir hér í álfu. Ræður flutti
hann hvar sem hann fór, og hvatti menn
til samtaka að vinna að eflingu “hins
andlega íslenzka ríkis.” Þá mun harm
hafa átt drýgstan þátt í þvi, að fjögur
skáld vor: Guttormur J. Guttormsson,
Þorst. Þ. Þorsteinsson, J. Magnús Bjarna-
son og frú Jakobina Johnson voru sæmd
beiðurslaunum í viðurkeningarskyni fyrir
bókmentastarf þeirra. Eins og kunnugt
er var Guttormi skáldi boðið heim á
ríkiskostnað, og dvaldi hann heima sum-
arlangt. Undir þenna lið má þá líka
telja, samvinnu þá er hafin var á þessu
hausti til aðstoðar “SýÐingayráði Is-
lands”. Nefnd var skipuð, að tilhlutan
félagsins, eftir beiðni utanrikismálaráðu-
öeytisins, er gengst fyrir fjársöfnun til
að koma upp við sýningarskálann ís
lenzka kopar afstypu af Leifs Eiríksson-
ar myndinni, er Bandarikja þjóðin gaf
Islandi 1930. Hefir nefndinni orðið vel
ágengt með f jársöfnunina, “þó betur megi
ef duga skal”.
Fjárhagur félagsins er í góðu lagi og
rúmum $500 meira í sjóði en var við ára-
mótin í fyrra.
Annars verða skýrslur lagðar fram öll"
um þessum málum viðkomandi, svo þarf-
laust er að fara um það fleiri orðum.
Segi eg þá þing þetta sett og býð yður
öll hjartanlega velkomin i nafni félagsins.
Rögnv. Pétursson
Að loknu erindi forseta stóð þingheim-
Ur úr sætum og þakkaði með almennu
dynjandi lófaklappi.
Asmundur P. Jóhannsson reis þá úr
sæti og kvað sér hljóðs. Las hann gjafa-
bréf fyrir fílabeinshamri, er hann hafði
&era látið á Islandi sem minningargjöf
tii Þjóðræknisfélagsins á tvitugs afmæli
Þess. Bréfið fer hér á eftir.
'Kl minja um 20 ára starf Þjóðræknis-
félags Islendinga í Vesturheimi.
£>að er ekki neinn veldissproti, sem eg
®r umkominn að færa Þjóðræknisfélaginu
a® gjöf, sem eg þó gjaraan vildi, — veld-
issproti, sem gæti rekið á burt allar álög-
ur efasemda og sinnuleysis almennings
með að tilheyra Þjóðræknisfélagi Islend-
inga í Vesturheimi og skipa sér utan um
það, sem eitt af okkar menningarmálum,
sem mundi tvímælalaust gefa okkar þjóð-
flokki virðingu og vaxandi álit bæði
meðal þeirra þjóða, sem við erum búsettir
hjá og partur af, og eins hjá okkar stofn-
þjóð, sem við komum frá, þvi “samein-
aðir stöndum vér, sundraðir föllum vér”.
Ekki er nú þetta heldur neinn nazisLa
Þórshamar , sem eg ætla að gefa félag-
inu, — á honum hefi eg enga velþókuun,
— heldur er það ofurlítill minjagripur,
sem eg nefni aðeins fundarhamar.
Sjálfur hefi eg oft fundið til þeirrar
vöntunar, sér í lagi á okkar þjóðræknis-
þingum, að forseti félagsins skuli aldrei
hafa verið gerður út með sérstakan fund-
arhamar við hans hæfi, sem hann gæti
kvatt sér hljóðs með, og haft stjóm á
fundarsköpum að þingræðis sið. trr þessu
tókst rnéi’ nú að bæta á síðast liðnu
sumri á Islandsferð minni. Þá fékk eg
hinn alkunna listamann Rikarð Jónsson í
Reykjavík að búa til þennan hamar, sem
eg vil nú færa Þjóðræknisfélagi Islend-
inga í Vesturheimi að gjöf á hinu tutt-
ugasta ársþingi félagsins.
Hamarinn er gerður úr ekta fílabeini,
og vigtar 5% únsur. Stærð hamarshauss-
ins er 1% x 2% þumlunga. Á hann er
grafið annars vegar stimpill Þjóðræknis-
félagsins, en hinsvegar fangamark gef-
andans. Franaan á hausinn er grafið
“Stofnað 1918”. Skaft hamarsins er þrir
fjórðu hlutar úr þumlungi á breidd og
sex og einn f jórði þumlungs á lengd, og á
þvi stendur sléttubandavisan ágæta eftir
skáldið Einar Benediktsson, sem kveða
má á marga vegu, sem svo hljóðar:
“Milli stranda bindur bönd
Bræðra andans kraftur.
Hylli landans vina vönd
Vitjar handan aftur.”
Með kærri þökk til félagsins fyrir vel
unnið og fórnfúst starf á liðnum árum,
og beztu hamingjuóskum á komandi ár-