Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Blaðsíða 60
ÍSLENZAK BÓKMENTIR í CANADA
33
er haldið fram. Fáar skáldsögur
eða leikrit, sem fram úr skara munu
hafa verið samin af canadiskum
höfundum; en aftur á móti hafa
nokkur ágæt ljóðskáld verið uppi,
sem lort hafa á enska tungu, og má
har til nefna Charles G. D. Roberts,
Wilfred Campbell, Bliss Carman,
Pauline Johnson, Robert Service og
fleiri. En áhrif þessara skálda á
íslenzk skáld hér í landi hafa yfir-
leitt verið mjög lítil. Samt mun
ttiega finna vott áhrifa frá Bliss
Carman og Robert Service, tæplega
frá öðrum. Aftur á móti hafa hin
stærri brezku skáld Victoríu-tíma-
bilsins, svo sem Tennyson, og
Bandaríkjaskáld, einkum Longfel-
low og Roe alveg vafalaust haft þó
nokkur áhrif á vestur-íslenzk skáld.
En yfir höfuð má segja, að hérlendu
ahrifin frá enskumælandi skáldum
°S rithöfundum hafi verið furðu
Htil.
Útlendar bókmentir hér í Canada
na yfir alt, sem ritað er á öðrum
ttiálum en ensku og frönsku, þær
eru útlendar ekki aðeins vegna þess,
að þœr eru á útlendum málum, held-
ur líka vegna þess, að flestir höf-
undanna eru fæddir í Evrópu, hafa
fluzt hingað, sumir mjög ungir, en
aðrir fulltíða menn, og hafa að baki
Ser bókmentir þeirra landa, sem
heir eru frá. Það mætti því segja,
að þessir höfundar séu íslenzkir,
þýzkir eða úkraniskir höfundar í
Canada, og þó er það ekki að öliu
leyti rétt. Viðhorf þeirra, yrkis-
efni og lífsreynslan, sem speglast í
skáldskap þeirra, eru önnur en þau
sem hefðu verið í heimalöndum
þeirra, eins og á hefir verið bent;
þeir eru að nokkru leyti canadiskir,
þó að bókmentalegi arfurinn sé að
mestu leyti frá heimlöndunum.
Að vöxtunum til er það afar mik-
ið, sem ritað er á útlendum málum
hér í Canada. Þjóðflokkarnir eru
margir, og þótt sumir séu hlutfalls-
lega smáir, eru aðrir mjög fjöl-
mennir. En það, sem mestu ræður,
er þó það, að sumir þessara þjóð-
flokka hafa komið frá löndum, þar
sem alþýðlegur áhugi fyrir bók-
mentum, einkum ljóðagerð hefir
verið mikill, miklu meiri en í ensku-
mælandi löndum yfirleitt. Meðal
þeirra má fyrst telja íslendinga og
Úkraníumenn. Skáldskapur þessara
tveggja þjóðflokka hér í landi skar-
ar að vöxtum til langt fram úr öllu
því, sem aðrir þjóðflokkar hafa af-
rekað á isama sviði, og hvað bók-
mentalegt gildi snertir má hiklaust
fullyrða, að það jafnast hæglega á
við bókmentalegt gildi alls þess,
sem hér hefir verið ritað á hvaða
máli sem er. Þetta mun vera hér
um bil einróma álit allra dómbærra
manna. Það er viðurkent af þeim,
sem bezt vita, að Stephan G. Steph-
ansson hafi verið mesta skáld, sem
nokkurn tíma hafi verið til í Canada.
Vitanlega er hann sérstakur og ber
höfuð og herðar yfir önnur íslenzk
iskáld hér í landi; en jafnvel þó að
honum sé slept, eru margir aðrir,
sem standa í fremstu röð. Hinn
ágæti bókmentafræðingur, próf.
Watson Kirkconnell, sem hefir allra
manna víðtækasta þekkingu á út-
lendum bókmentum í Canada, telur,
að vestur-íslenzk skáld skari lang-
samlega fram úr iskáldum allra ann-
ara útlendra þjóðflokka í Canada.
Hann hefir þýtt Ijóð á ensku úr
rúmlega fimtíu tungumálum, og það