Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Page 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Page 60
ÍSLENZAK BÓKMENTIR í CANADA 33 er haldið fram. Fáar skáldsögur eða leikrit, sem fram úr skara munu hafa verið samin af canadiskum höfundum; en aftur á móti hafa nokkur ágæt ljóðskáld verið uppi, sem lort hafa á enska tungu, og má har til nefna Charles G. D. Roberts, Wilfred Campbell, Bliss Carman, Pauline Johnson, Robert Service og fleiri. En áhrif þessara skálda á íslenzk skáld hér í landi hafa yfir- leitt verið mjög lítil. Samt mun ttiega finna vott áhrifa frá Bliss Carman og Robert Service, tæplega frá öðrum. Aftur á móti hafa hin stærri brezku skáld Victoríu-tíma- bilsins, svo sem Tennyson, og Bandaríkjaskáld, einkum Longfel- low og Roe alveg vafalaust haft þó nokkur áhrif á vestur-íslenzk skáld. En yfir höfuð má segja, að hérlendu ahrifin frá enskumælandi skáldum °S rithöfundum hafi verið furðu Htil. Útlendar bókmentir hér í Canada na yfir alt, sem ritað er á öðrum ttiálum en ensku og frönsku, þær eru útlendar ekki aðeins vegna þess, að þœr eru á útlendum málum, held- ur líka vegna þess, að flestir höf- undanna eru fæddir í Evrópu, hafa fluzt hingað, sumir mjög ungir, en aðrir fulltíða menn, og hafa að baki Ser bókmentir þeirra landa, sem heir eru frá. Það mætti því segja, að þessir höfundar séu íslenzkir, þýzkir eða úkraniskir höfundar í Canada, og þó er það ekki að öliu leyti rétt. Viðhorf þeirra, yrkis- efni og lífsreynslan, sem speglast í skáldskap þeirra, eru önnur en þau sem hefðu verið í heimalöndum þeirra, eins og á hefir verið bent; þeir eru að nokkru leyti canadiskir, þó að bókmentalegi arfurinn sé að mestu leyti frá heimlöndunum. Að vöxtunum til er það afar mik- ið, sem ritað er á útlendum málum hér í Canada. Þjóðflokkarnir eru margir, og þótt sumir séu hlutfalls- lega smáir, eru aðrir mjög fjöl- mennir. En það, sem mestu ræður, er þó það, að sumir þessara þjóð- flokka hafa komið frá löndum, þar sem alþýðlegur áhugi fyrir bók- mentum, einkum ljóðagerð hefir verið mikill, miklu meiri en í ensku- mælandi löndum yfirleitt. Meðal þeirra má fyrst telja íslendinga og Úkraníumenn. Skáldskapur þessara tveggja þjóðflokka hér í landi skar- ar að vöxtum til langt fram úr öllu því, sem aðrir þjóðflokkar hafa af- rekað á isama sviði, og hvað bók- mentalegt gildi snertir má hiklaust fullyrða, að það jafnast hæglega á við bókmentalegt gildi alls þess, sem hér hefir verið ritað á hvaða máli sem er. Þetta mun vera hér um bil einróma álit allra dómbærra manna. Það er viðurkent af þeim, sem bezt vita, að Stephan G. Steph- ansson hafi verið mesta skáld, sem nokkurn tíma hafi verið til í Canada. Vitanlega er hann sérstakur og ber höfuð og herðar yfir önnur íslenzk iskáld hér í landi; en jafnvel þó að honum sé slept, eru margir aðrir, sem standa í fremstu röð. Hinn ágæti bókmentafræðingur, próf. Watson Kirkconnell, sem hefir allra manna víðtækasta þekkingu á út- lendum bókmentum í Canada, telur, að vestur-íslenzk skáld skari lang- samlega fram úr iskáldum allra ann- ara útlendra þjóðflokka í Canada. Hann hefir þýtt Ijóð á ensku úr rúmlega fimtíu tungumálum, og það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.