Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 59
32
TÍMAEIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skerf til bókmentanna, hefðu ort
nokkuð, ef þeir hefðu dvalið á ís-
landi. Hið breytta líf, ný reynsla og
ný viðhorf í nýju landi höfðu ef-
laust þau áhrif á marga, að glæða
meðfædda hæfileika þeirra, sem lítt
mundu hafa notið sín í sínu upp-
runalega umhverfi. Þetta á ekkert
skylt við þau áhrif, sem viðkynning-
in við bókmentir enskumælandi
þjóða, og sem ofurlítið mun verða
vikið að, hefir haft. Þær bókment-
ir hefðu vitanlega verið flestum,
sem hingað hafa flutt, að mestu leyti
ókunnar, ef þeir hefðu dvalið á fs-
landi og ekki lært enska tungu, svo
að þeir hefðu getað haft þeirra not.
Það kemur ekki þessu máli við,
hvort að skáldskapur vestur-ís-
lenzkra skálda jafnast á við skáld-
skap nútíma skálda á íslandi að
gæðum. Það eina, sem hér er um
að ræða, er það, að nýtt umhverfi,
ný reynsla og ný viðhorf hafa sett
sín einkenni á vestur-íslenzkan
skáldskap. Samanburður á austur-
og vestur-íslenzkum skáldskap varp-
ar ekki miklu ljósi á bókmentastarf-
semi Vestur-fslendinga, en saman-
burður á henni og því, sem aðrir að-
fluttir þjóðflokkar hér vestan hafs
hafa afrekað á sama sviði, getur
gert það. Hér verður því gerð nokk-
ur tilraun til slíks samanburðar,
sem þó verður einkanlega bundinn
við Ijóðagerð útlendra skálda í Can-
ada.
Canada er bygt af mörgum þjóð-
flokkum, sem enn eru ekki runnir
saman í eina þjóðarheild í nokkrum
þjóðernislegum skilningi, það eina,
sem bindur þá alla saman, er að þeir
lifa undir einni og sömu stjórn,
hvort heldur er í hinum einstöku
fylkjum eða í landinu í heild. Frakk-
ar í Canada eiga sínar bókmentir,
sem að áliti dómbærra manna eru
að mörgu leyti merkilegar og all-
miklar að vöxtum. Það er engin
þörf á að minnast neitt frekar á
þær hér, því að þær eru tæplega
sambærilegar við þær íslenzku, þar
sem þær eru miklu eldri og eru eðli-
lega nátengdar hinni sterku iþjóð-
ernistilfinningu Frakka hér í landi.
Ensk-canadiskar bókmentir eru
heldur ekki í sama flokki og þær
íslenzku eða neinar aðrar, sem rit-
aðar eru á öðrum málum en ensku,
því að þær verða að skoðast inn-
lendar, málsins vegna, og eiga lengri
isögu að baki sér en nokkrar hinna,
að þeim frönsku einum undantekn-
um. Það er álit flestra, að ensk-
canadiskar bókmentir hafi ekki náð
þeim þroska, sem við mætti búast;
og ástæðan fyrir því mun oftast tal-
in sú, að þjóðin sé enn ung og að
það sé naumast kominn tími til þess
enn að mikil bókmentastarfsemi
hafi getað þróast. Þá er oft bent á
það, að fólk hér í Canada myndi enn
ekki þjóð með sterkri þjóðernismeð-
vitund, en það er, af þeim, sem færa
þessa ástæðu fram, talið nauðsyn-
legt skilyrði fyrir þróun bókmenta.
Það er vafasamt hvort að þessar á-
stæður eru réttar. Margt fleira
getur komið til greina, svo sem ein-
hliða og yfirgnæfandi áhugi fyrir
verklegum og hagsmunalegum við-
fangsefnum og skortur á alþýðleg-
um áhuga fyrir bókmenta istarfi
meðal fyrri kynslóða.
En vitanlega er það ekki alls kost-
ar rétt, að ensk-Canadiskar bók-
mentir séu eins fátæklegar og oft