Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 36
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS fSLENDINGA
nokkuð af Davíð Stefánissyni, Þor-
bergi Þórðarsyni og Laxness. Þau
voru full af vorstemningu, útþrá og
fyrirheitum um frægðarferil, þótt
hann ætti að kosta svartar syndir.
En í raun og veru var ekkert á þeim
að hafa um höfundinn.
Öðruvísi brá þegar Bræðurnir í
Grashaga komu út. — Sigurður Ein-
arsson, sunnlendingur, kvað bókina
með óiíkindum vel skrifaða af byrj-
anda. Stíllinn væri sjálfstæður og
frásögnin svo breið, að maður fengi
einhvernvegin alla bygðina með. “í
fynsta sinn stígur Suðurlandsundir-
lendið fram í skáldsögu.’’1) Þetta
var orð log að sönnu. Þessi bók um
ástir og fórnir þeirra bræðra er
fyllri af grósku en nokkur önnur
byrjendabók síðan á dögum þeirra
Hafnarskáldanna. Að vísu hefir
höfundur lært bæði af Hagalín og
einkum af H. K. Laxness bæði í
orðfæri og stíl, — nema svo sé að
þeir Laxness isikrifi það sem kalla
mætti Sunnlenzku, en á því hef eg
minni trú, enda hafa góðir Sunn-
lendingar fullyrt að svo sé ekki.
Ekki vantar heldur í bókina hina
kaldrænu samúð með lítilmagnanum
og manninum, sem ávalt á þá hönd-
ina sem gefur, en þiggur aldrei.
Vera má og að af þeim orsökum sé
illmenni bókarinnar teiknuð svartar,
en annars mundi. En eiginlega er
þó langt frá því að Guðmundur eigi
hinar miskunarlausu áróðurs-ýkjur
Laxness. Miklu líkari virðist isagan
vera því, að hún hefði verið skrifuð
til að létta áhrifa-magni umhverfis-
ins af höfundi, eins og Saga Borgar-
ættarinnar. En aftur ber þar að
1) Alþbl. 25. sept. 1935.
sama brunni, að höfundur mundi
varla hafa getað skrifað svo um
héraðið sitt, ef Laxness hefði ekki
verið búinn að sýna honum hvernig
umhverfið var, — frá fjarlægu
sjónarmiði.
Fyrri bókin gerist uppi í Gras-
haga, þar sem tvinnuð eru örlög
bræðranna iog kaupakonu og dóttur
hennar, hin síðari gerist í ósahverf-
inu, sem minnir á Þykkvabæinn,
þar sem betri bróðirinn gengur
þyrnibraut sína á enda, en (fóstur)
sonur hans vex upp. — Sagan tekur
þennan fósturson síðar í æfintýra-
för út í eyjar, og skilar honum loks
upp í Grashaga til hinis: virðulega
föður(bróður) síns. Framhaldið er
ókomið, — og kemur sennilega
'aldrei.
Síðasta bók Guðm. Daníelssonar
frá Guttormshaga ber nafnið Gegn
um lystigarðinn (1938, skrifuð
1936). Það er sagan af uppreisn
Hrafns Hallssonar “móti tregðu og
hversdagsleika lífisins. Hann var
gæddur of miklum þrótti til þess að
ganga hlýðinn og auðsveipur undir
ok feðra sinna log alt það gamla, sem
hann hataði, en skorti þó nokkuð á
til þess að ganga sigrandi inn á
nýjar brautir. . . . Hann var barn
hinnar meyru moldar og sólþyrsta
gróðurs og þreifst því ekki meðal
hugsjóna og baráttu-bræðra sinna í
grýttum jarðvegi borgarinnar. Þeir
voru eyðimerkurjurtir, isem varð-
veittu safa sinn og mýkt í þurru
spottsku hýði, sem reif ef við það
var komið. Hefði hann aðeins átt
seigju þeirra, . . . hefði hann vafa-
laust náð sínu marki.” Þetta er í
stuttu máli saga skáldsins, hins ís-
lenzka skáldis sem beinir vængi hátt,