Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 51
FRANK NORTH 25 skrifa íslenzku, til þess að sanna að þú værir íslendingur.” “Ja, það er nú saga að segja,” sagði hann, “og eg get sagt þér aðal- þráðinn í fáum orðum.” “Og eg skal verða allur að eftir- tekt,” sagði eg. “Eins og eg tók fram áðan,” sagði hann, “þá kom eg vestur um haf árið 1879, og var þá rúmlega tvítug- U1” að aldri. Eg tók upp nafnið Erank North skömmu eftir að eg kom til Ameríku. Og þér mun ekki hykja það nafn vel íslenzkt.” “Það gerðu margir fslendingar á þeim árum, að breyta um nöfn, eða þýða nöfn sín á ensku,” sagði eg. “Og mörg viðurnefni þeirra h'afa þótt falleg.” “Jæja, skömmu eftir að eg kom að heiman,” sagði hann, “fór eg vestur á Kyrrahafsströnd og settist að í Californíu. Þar vann eg dag- launa-vinnu á ýmsum stöðum í nokk- ur ár, en lagði lítið til hliðar. Árið 1892 kyntist eg spánverskum manni, sem hafði verið um tíma í Valpar- aiso, og lét hann vel af því, hvað þar væri gott að vera, og sagði að þar væri mikil atvinna við húsa- byggingar um þær mundir. Og hvatti hann mig til að fara þangað siiður með sér. Og það varð úr, að fór þangað með honum um haust- ið (1892). “Er Valparaiso falleg borg?” 'Spurði eg. “Já, Valparaiso er falleg hafnar- borg og nær hátt upp í hinar bröttu hlíðar, og inn í dalina milli hæð- auna, sem eru í kringum höfnina. En höfnin er stór og einkennileg og eins og hálfhringur í lögun. Þar er víða sæbratt mjög, en þó sérlega fallegt útsýni. Undirborgin, Vinna del Mar, er fögur og skemtileg. Þar er blómarækt mikil, og stunda hana margir. — Þegar eg kom til Valparaiso, sáust merki þess, að þar höfðu miklar skemdir orðið í óeirð- unum, sem þar voru árið áður (1891), og eins sáust enn merki þess, að miklar skemdir höfðu orðið þar af völdum jarðskjálftans, sem kom þar árið 1873. En árið 1892 var verið að reisa þar nokkur stór- hýsi niður við sjóinn.” “Og þar hefir þú fengið atvinnu,” sagði eg. “Já, eg fékk þar undir eins vinnu við stóra byggingu, sem var ný- byrjað á að reisa nálægt höfninni. Þar vann eg stöðugt í næstum hálft ár. Eg kunni vel við verkstjórana og samverkamenn mína, þó að eg í fyrstu ætti erfitt með að skilja þá, því að allir töluðu þar spánversku. Loftslagið þar suður frá átti vel við mig, og eg undi þar vel hag mín- um. Og hafði eg í hyggju að ílend- ast þar eða þá í höfuðborginni sjálfri, Santiago, sem er um 117 mílur enskar frá Valparaiso. — En svo kom það fyrir einn dag, þegar bygging sú, sem eg vann við, var næstum fullgerð, að eg hrapaði af háum smíðapalli, og slasaðist eg mikið og kostaðist innvortis, og var eg fluttur meðvitundarlaus á aðal- spítala borgarinnar. — 0g nú byrjar sagan, sem eg ætlaði að segja þér. Hún er í fáum orðum þessi: “Þegar eg raknaði við á spítalan- um, tók eg eftir því, að eg var í all- stóru herbergi, og voru þar þrír aðrir sjúklingar, að líkindum út- lendir sjómenn. Læknir var hjá mér, ungur maður gerfilegur og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.