Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 51
FRANK NORTH
25
skrifa íslenzku, til þess að sanna að
þú værir íslendingur.”
“Ja, það er nú saga að segja,”
sagði hann, “og eg get sagt þér aðal-
þráðinn í fáum orðum.”
“Og eg skal verða allur að eftir-
tekt,” sagði eg.
“Eins og eg tók fram áðan,” sagði
hann, “þá kom eg vestur um haf
árið 1879, og var þá rúmlega tvítug-
U1” að aldri. Eg tók upp nafnið
Erank North skömmu eftir að eg
kom til Ameríku. Og þér mun ekki
hykja það nafn vel íslenzkt.”
“Það gerðu margir fslendingar á
þeim árum, að breyta um nöfn, eða
þýða nöfn sín á ensku,” sagði eg.
“Og mörg viðurnefni þeirra h'afa
þótt falleg.”
“Jæja, skömmu eftir að eg kom
að heiman,” sagði hann, “fór eg
vestur á Kyrrahafsströnd og settist
að í Californíu. Þar vann eg dag-
launa-vinnu á ýmsum stöðum í nokk-
ur ár, en lagði lítið til hliðar. Árið
1892 kyntist eg spánverskum manni,
sem hafði verið um tíma í Valpar-
aiso, og lét hann vel af því, hvað
þar væri gott að vera, og sagði að
þar væri mikil atvinna við húsa-
byggingar um þær mundir. Og
hvatti hann mig til að fara þangað
siiður með sér. Og það varð úr, að
fór þangað með honum um haust-
ið (1892).
“Er Valparaiso falleg borg?”
'Spurði eg.
“Já, Valparaiso er falleg hafnar-
borg og nær hátt upp í hinar bröttu
hlíðar, og inn í dalina milli hæð-
auna, sem eru í kringum höfnina.
En höfnin er stór og einkennileg og
eins og hálfhringur í lögun. Þar er
víða sæbratt mjög, en þó sérlega
fallegt útsýni. Undirborgin, Vinna
del Mar, er fögur og skemtileg.
Þar er blómarækt mikil, og stunda
hana margir. — Þegar eg kom til
Valparaiso, sáust merki þess, að þar
höfðu miklar skemdir orðið í óeirð-
unum, sem þar voru árið áður
(1891), og eins sáust enn merki
þess, að miklar skemdir höfðu orðið
þar af völdum jarðskjálftans, sem
kom þar árið 1873. En árið 1892
var verið að reisa þar nokkur stór-
hýsi niður við sjóinn.”
“Og þar hefir þú fengið atvinnu,”
sagði eg.
“Já, eg fékk þar undir eins vinnu
við stóra byggingu, sem var ný-
byrjað á að reisa nálægt höfninni.
Þar vann eg stöðugt í næstum hálft
ár. Eg kunni vel við verkstjórana
og samverkamenn mína, þó að eg í
fyrstu ætti erfitt með að skilja þá,
því að allir töluðu þar spánversku.
Loftslagið þar suður frá átti vel
við mig, og eg undi þar vel hag mín-
um. Og hafði eg í hyggju að ílend-
ast þar eða þá í höfuðborginni
sjálfri, Santiago, sem er um 117
mílur enskar frá Valparaiso. — En
svo kom það fyrir einn dag, þegar
bygging sú, sem eg vann við, var
næstum fullgerð, að eg hrapaði af
háum smíðapalli, og slasaðist eg
mikið og kostaðist innvortis, og var
eg fluttur meðvitundarlaus á aðal-
spítala borgarinnar. — 0g nú byrjar
sagan, sem eg ætlaði að segja þér.
Hún er í fáum orðum þessi:
“Þegar eg raknaði við á spítalan-
um, tók eg eftir því, að eg var í all-
stóru herbergi, og voru þar þrír
aðrir sjúklingar, að líkindum út-
lendir sjómenn. Læknir var hjá
mér, ungur maður gerfilegur og