Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 83

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 83
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS fSLENDINGA það kliðar í laufi og limi, það ljómar á tjamir og straum; og sœrinn er fljótandi silfur, og svellið á tindunum gull.— öll sveitin í titrandi tíbrá af töfrum og dásemdum full. En Örn Arnarson er svo mikill raunsæismaður í orðsins sönnu merkingu, isvo mikill unnandi sann- leikans, að hann hikar eigi við að sýna komumanni ísland í hinum ó- blíðasta vetrarham. Eðlilega hvarfla honum þá einnig fyrir sjónir ömur- leg örlög margs öreigans íslenzka, sem háði einvígi við hin andstæð- ustu lífskjör; jafn minnisstæð verða skáldinu hæfileikamennirnir og kon- urnar, sem aldrei fengu að njóta sín. Þó varð hreyistihugur hinnar ís- lenzku þjóðar aldrei til fullnustu brotinn á bak aftur. En látum skáldið sjálft hafa orðið: En Island á annað gervi og annað viðmót en það, sem skín af skartbúnum hlíðum og skráð er á gróandi blað. Það á hafþök frá Homi til Gerpis, það á holfrera um nes og vík, það á frostgljáðan fannkyngjuskrúða, sem er fagur, en minnir á lík. Og svo er til önnur saga, sorgleg og endalaus, um öreigans vonlausu varnir í vök, sem að honum fraus; um lemstraðar listamannsgáfur, sem lyfta sér aldrei á flug; um skáld sem var tunguskorið. Hver skilur þess orðlausa hug? Það er beiskt, það er sárt, það er blóðugt. Hver brosir, sem athugar það, hve allsleysi, sultur og seyra, gat sorfið þjóðinni að. Því hlær okkur hugur í brjósti er hyllum við landnemans þor, sem í uppreisn gegn arfgengu basli steig útlagans þimgu spor. Nú verður skáldinu að vonum reikað í anda að leiði hinna íslenzku landnema, sem hvíla “vestur hjá Vötnum”, og hann bætir við: Mig langar—þótt velti á litlu hvar landnemar hvíla í fold— að færa þeim fífil og sóley, sem fæddust í íslenzkri mold. Það grær yfir allar grafir, svo gleymist hver sefur þar. En lengi mun sjá fyrir leiðum landa á Sandy Bar. Er þá komið að því kvæði flokks- ins, “Djúpir eru fslandsálar”, sem er með hvað mestum snildarbrag að hugsun '0g orðfæri, og vafalaust hef- ir gripið margan lesanda hérna meg- in hafeins föstustum tökum. Kem- ur þar, auk snildarinnar, til greina hið ískarpa og drengilega mat Arnar skálds á menningarstarfi fslendinga í landi hér og gildi þess starfs fyrir heimaþjóðina. Lætur sá vitnisburð- ur að sjálfsögðu mjög vel í eyrum, en ætti jafnframt að verða oss, sem þar eigum hlut að máli, hin sterk- asta lögeggjan til dáða, í anda ís- lenzkra frumherja, og jafn kröftug áminning um að varðveita og ávaxta andlegar erfðir kynstofns vors, sem þeim og þjóð vorri reyndist orku- lind á örðugri för : Sé talið að við höfum tapað,— að tekið sé þjóðinni blóð— þvi fimmtungur fáliðaðs kynstofns sé falinn með annari þjóð, þá ber þess að geta, sem græddist; það gaf okkar metnaði flug, að fylgjast með landnemans framsókn að frétta um væringjans dug.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.