Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 120
TUTTUGASTA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
93
dvala yfir sumarið, venjulega, nema þá
að eitthvað sérstakt komi fyrir, sem
vekur hana til starfa. Við höfum æfin-
lega, eða svo má það heita, ofurlítið pro-
gram á fundum okkar — smáleiki, söng
og þessháttar, sem unga fólkið fúslega
tekur þátt í, og oft eða oftast stendur
fyrir, og svo ofurlitinn dans á eftir, til að
þóknast því enn meir. En að fá það til
að taka nokkuð verulegan þátt í starfs-
fundum vorum og ræða mál vor þar, er
alt erfiðara og gengur lítt. Vona að það
atriði gangi hetur hjá ykkur sem flest-
um, ella ekki sem glæsilegast með vora
íslenzku fundi í framtíðinni. Oft höfum
við notið góðra gesta, og þar af leiðandi
h-aft okkar allra hestu samkomur. En
aldrei i eins ríkulegum mæli, sem siðast-
Hðið ár. t>á komu til vor þrír slíkir gæða-
gestir, hver eftir annan. Og engir hafa
skemt oss betur eða frætt meir, en þessir
vinir vorir. Og gaman og gott væri að
uiega eiga von á slíkum gestum sem oftast.
Ekkert er eins öflugt og gott til að vekja
°g örva unga fólkið til umhugsunar um
föðurlandið og fólkið þar, lifnaðarhætti
ug' sögu, sem þessar heimsóknir. Fyrir-
lestrar og samtöl. Manni finst maður
sá kominn þangað, og langar til að sjá
°g heyra meira. Fyrst heimsótti oss
fröken Halldóra Bjamadóttir með allar
sínar ágætu hannyrðir og muni, sem allir
höfðu gaman af að sjá og skoða og spjalla
um og gleðjast yfir. Og svo ekki síður
yfir hennar góða og fróðlega fyrirlestri,
alúðlegu framkomu og viðmóti, sejm
fólki geðjaðist svo vel að, og svo að síð-
dstu hið fróðlega og skemtilega samtal
eitt og annað á Islandi, er svo margir
fóku þátt í. Svo kom Jónas Jónsson al-
þingismaður. Og það var strax sem að
4haður hefði þekt hann frá því að hann
Var unglingur, svo blátt áfram og við-
kunnanlegur var hann strax að öllu leiti.
^g það er ekki lengi að koma í ljós af
hverju hann hefir sitt mikla fylgi í stjórn-
^nálum heima, og um leið sína miklu
Pélitísku mótstöðu. Fyrjrlestur hans,
samtal og samvera öll var hið ánægju-
iegasta og uppbyggilegasta að öllu leiti,
er vér munum minnast lengi með ánægju
0g þakklæti.
Guttormur kom síðast, en var ekki
síður vel fagnað. Enda ekki að undra
því við teljum hann ávalt einn af oss,
síðan hann var hér hjá okkur, og erum
stolt af. Hann flutti sitt mál með lipurð
og spaugi, sem allir fylgdust með og
höfðu gaman af. Bar hann mjög svo
vel söguna af ferðalagi sínu á Islandi, af
fólkinu, landinu og framförum þar -
hvað fólkið var alstaðar indælt og gott,
og alt þar miklu betra og fullkomnara
en hann hafði búist við. Kæra þökk til
ykkar allra fyrir komuna, fróðleikinn og
skemtunina. Og komið aftur öll sem
fyrst.
J. S. Gillies, forseti
Tillaga Asm. P. Jóhannssonar og Sig.
Eirikssonar, að þessi skýrsla sé viðtekin,
samþykt.
Ritari las
Arsskýrslu deildarinnar “Brúin’’
Selkirk, 1939
Það er óhætt að fullyrða að þessi deild
stendur á fastari fótum nú en nokkru
sinni fyr. Meðlimatala er yfir 50. Aðal-
starfið — íslenzku kenslan — hefir borið
mjög góðan árangur . Um 60 nemendur
nutu þessarar tilsagnar í íslenzku á síðast
liðnum vetri undir umsjón Mrs. Astu
Erickson. Alika margir nemendur eru
hjá Mrs. Erickson í vetur. Bókasafn
deildarinnar hefir aukist að mun síðast-
liðið ár. Nýjar bækur eftir íslenzka
höfunda hafa verið keyptar — enda hafa
meðlimir notfært sér þessar bækur vel.
Samkvæmt fjárhagsskýrslu féhirðis, er
var lesin upp á ársfundi, 25. jan. 1939,
þá er hagur deildiarinnar sem fylgir:
Inntektir:
I sjóði frá fyrra ári .......$ 40.81
Meðlimagjöld .................. 45.00
Agóði af tombólu .............. 34.90
Agóði af samkomum ............. 48.30
Tillag' frá Aðalfélaginu ...... 25.00
Bankavextir ..................... .25
Samtals............$ 194.26