Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 67
Eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur
Kelly Stevens hafði borið bezta og
elzta vin sinn til grafar í gær, og
eitthvað af honum sjálfum hafði
horfið ofan í jörðina með Allan
Foster. Sólskinið var daufara, loft-
ið grárra og nóttin nær. Kelly starði
út um skrifstofugluggann sinn vest-
ur Portage Ave., sem sýndist liggja
eins og hamragjá alla leið vestur i
miðaftans sólarglóðina. Þarna úti í
vestrinu, á bóndabæ skamt frá Por-
tage þjóðveginum, hafði hann fyrst
kynst Allan Foster. Og áleiðis út í
vestrið hafði hann fylgt honum í
gær og kvatt hann. —
Eftirsjá og eyrðarleysi fylgdu
honum eins og vofur í dag, skrif-
stofan hans bar annarlegan blæ.
Það var eins og alt þarna inni væri
honum fjarlægt, og tómlæti og auðn
hrópuðu úr hverju horni, þrátt fyrir
umferðina úti fyrir og glaðan,
bjartan sumardaginn. Sólskinið
lagði inn um gluggann og glampaði
í gljáfægðu mahogany skrifborð-
inu, dró fram enn dýpri liti í Austur-
landa gólfábreiðunni, lýsti upp lit-
skrúðið í málverkunum, af cana-
disku skógunum, sem héngu á
veggjunum. Kelly horfði á skógar-
myndirnar og reyndi að festa hug-
ann við litina, styrkinn og hinn lífs-
glaða bjarta blæ, er málararnir
höfðu séð liggja yfir landinu. Auk
þess töluðu þessar myndir til hans á
sérstöku máli. Canada timbur hafði
fyrst orðið til þess að koma undir
hann fótunum.
Hinu megin í stofunni, þar sem
sólin náði ekki til að skína síðari
hluta dags, hékk bláleitt málverk af
Þingvöllum. Sýndist það nú blárra
og fjarlægara þarna í hálfgerðum
skugganum, og eins og í beinni mót-
setningu við hinar myndirnar. Það
var eitthvað sérstakt í þessari
mynd, sem mætti hugblæ hans, sam-
einaðist sálarástandinu. Dökkir
dreymandi litir, fjarlægðar bláminn,
sem hálf huldi fjöllin, seiddi augu
hans og huga. Þessi mynd var
til minningar um móður hans. Þetta
var helgistaður landsins, sem hún
hafði komið frá. Og myndin var í
huga hans líkingamál, talað til henn-
ar. Hún var honum ógleymd, þótt
flestar minningarnar um hana lægju
óljósar í móðu margra ára. “Fjar-
lægðin gerir fjöllin blá” — gamla
Austurlanda spakmælið sýnir að
mennirnir hafa um langar aldir hvílt
augun og hugann í móðu fjarlægð-
arinnar, sem mildar hrjóstrugt
landslag, — dregur slæður yfir
hrjóstur hugans.
Augu Kellys fylgdu sólargeislun-
um, sem féllu á ská yfir herbergið.
Arið í geislunum þyrlaðist í enda-
lausri hringiðu loftsins — þyrlaðist
og flaug fram og aftur og sýndist
gull. Mönnunum svipar til ryk-
kornanna, þeir berast með straumi
tímans fram og til baka, og hugs-
anir þeirra eru stundum gullkorn og
stundum ekkert nema ryk, og
stundum sýnist rykið gull í þeim
hvirfilvindi.
Þarna var heill veggur þakinn