Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 99
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS fSLENDINGA
Bjarni frændi hans frá Ameríku,
eftir margra ára veru í Winnipeg og
tveggja ára dvöl á Kyrrahafsslrönd,
ásamt konu sinni, heimþráin hafði
orðið þeim þyngri en svo að þau
gætu borið. Þau voru ein síns liðs,
höfðu átt börn, en mist þau ung.
Það urðu nú talsverðir fagnað-
arfundir með Bjarna, konu hans og
Garðari; sökum þess að síldarveiða-
skipið sigldi ekki fyr en undir kvöld
gat Garðar heimsótt þau í bráða-
birgðar heimili þeirra vestur í bæ
um kvöldið, átti hann jafnan heim-
boð hjá þeim í hvert sinn er skipið
kom í höfn, hlakkaði hann ávalt til
þeirra samfunda, því það var jafn-
an svo hressandi og vingjarnlegt að
koma til þeirra, og reyndust þau
honum hlý og blátt áfram, sem
væri hann sonur þeirra. — Eitt
sunnudagskvöld þegar “Christian”
var í höfn, stóð svo á að skipið sigldi
ekki fyr en eftir miðnætti, átti
Garðar þá langt tal við frænda sinn;
— spurði Bjarni hann þá all-ítar-
lega um áform hans og fyrirætlanir.
Lét Garðar þá námslöngun sína og
útþrá i Ijósi. Eggjaði Bjarni hann
þá til vesturfarar, taldi að gott
myndi geta af því leitt fyrir fram-
tíð hans, kvaðst hann geta gefið
honum ýmsar bendingar og leið-
sögn iog aðra hjálp ef að á þyrfti að
halda. Garðar sagði lítið, og lét ekki
í ljósi neina ákvörðun, en taldi víst
að foreldrum sínum myndi slík á-
kvörðun mjög svo þvert um geð.
Það sem hann ekki lét í ljósi við
Bjarna, var það að innst inn í sálu
hans var sú tilfinning að vesturfarir
að óþörfu væru svik við ættjörðina,
er ætti heilagt tilka.ll til hæfileg-
leika og þjónustu allra sona sinna
og dætra. — En mikið hugsaði hann
um þetta mál, og því meira sem
hann hugsaði um það þess hliðstæð-
ari varð hugur hans þeirra ályktun
að ef til vill ætti hann að gefa
þessu máli enn alvarlegri gaum.
Eitt var það, sem Garðar fastsetti
sér, að til Vesturheims skyldi hann
aldrei fara án samþykkis foreldra
sinna. Um miðjan ágústmánuð
hætti síldarskipið veiðum og fór út
á þorskveiðar. Þá fór Garðar heim
til foreldra sinna og var hjá þeim
það sem að eftir var sláttarins.
Sjaldan hafði hann notið sín betur
við heyskap en þann mánuð, er hann
átti ógleymanlega samvinnu með
föður sínum og eldri systkinum og
vinnufólki. Eftir ítarlega umhugs-
un gáfu foreldrar hans samþykki
sitt til Vesturheimsfarar hans, og
fór svo að lokum að burtför hans
var ákveðin með ”Lauru” er færi
síðla í september mánuði. Það var
svo einn sólfagran laugardagsmorg-
un, að hann kvaddi foreldra sína og
systkini og æskuheimilið sitt, og
fór til Reykjavíkur, og beint til
Bjarna frænda síns og konu hans,
er nú höfðu keypt sér mjög laglegt,
en lítið hús ofarlega á Laugavegi.
Rúm vika var nú þangað til
“Laura” átti að fara. Tíminn fór í
ýmiskonar undirbúning, og var
frændi hans honum hjálplegur og
hans hægri hönd, í öllum skilningi.
Suma dagana tók Garðar sér lang-
ar göngur í umhverfi Reykjavíkur.
Einn daginn gekk hann suður til
Hafnarfjarðar með einkar prúðum
ungum skipstjóra af Eyjafirði, er
hann hafði fest kunningsskap við,
spáði hann því að Garðar myndi
aldrei aftur til íslands koma. Annan