Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 50
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hér á sléttunni, og hann lagði fyrir
mig margar spurningar, honum við-
víkjandi, sem eg átti erfitt með að
svara. Hann virtist vera alstaðar
heima, og lét í ljós skoðun sína á
hverju atriði, hiklaust og greindar-
lega, í fám orðum. Og því lengur
sem við töluðum saman, því betur
geðjaðist mér að honum. — Alt í
einu sagði hann við mig:
“Ertu búinn að vera lengi hér i
Canada?”
“Frá því 1875, að eg kom frá ís-
landi,” svaraði eg.
“Svo þú ert þá íslendingur,” sagði
hann.
“Já, eg er fslendingur,” sagði eg.
“Eg þóttist vita það,” sagði hann
og brosti; “og eg er líka fslendingur,
fæddur og uppalinn á íslandi.”
“Ekki hefði mér getað dottið það
í hug,” sagði eg, “að minsta kosti
gefur framburður þinn á enskunni
það ekki til kynna, að þú isért uppal-
inn á íslandi eða Norðurlöndum.”
“En samt er það nú svo,” sagði
hann. “Eg var um tvítugt, þegar
eg kom hingað til Ameríku. Það
var sumarið 1879.”
“Komstu þá hingað til Canada?”
spurði eg.
“Nei, eg fór til Bandaríkjanna, og
hefi aldrei til Canada komið fyr en
núna í vetur.”
“En fyrst þú ert fæddur og upp-
alinn á íslandi,” sagði eg, “þá tal-
aðu nú á íslenzku við mig.”
“Mér er því miður orðið stirt um
að tala móðurmálið, því að eg hefi
mjög lítið verið með löndum mínum,
síðan eg kom til þessa lands. Og eg
er hræddur um( að eg kæmi með
margar ambögur, ef eg færi að tala
við þig á íslenzku.”
“Ekki skaltu óttast það,” sagði
eg; “bara segðu eitthvað við mig á
íslenzku.”
“Nei, tala þú við mig á íslenzku,”
sagði hann, “og lofaðu mér að svara
á ensku.”
“Eg vil endilega að þú byrjir — á
íslenzku,” sagði eg.
“Nú, jæja þá!” sagði hann á ís-
lenzku; “eg verð sjálfsagt að láta
undan í þetta sinn og tala íslenzku
við þig, þó að það sé í sjálfu sér
engin veruleg sönnun fyrir því, að
eg sé af íslenzku bergi brotinn.
Fleiri geta mælt á íslenzka tungu en
íslendingar. En þetta er ekki í
fyrsta sinn, sem eg hefi verið beðinn
um að tala íslenzku, til þess að
sannfæra aðra um að eg væri í raun
og veru íslendingur. Jafnvel, þegar
eg var suður í Chile, varð eg einu
sinni að skrifa nokkrar línur á ís-
lenzku, til þess að fullvissa fólk um
það, að eg væri ekki að skrökva því,
að eg væri íslenzkur.”
“Suður í Chile?” sagði eg og
horfði stórum augum á þenna ein-
kennilega landa minn.
“Já, í Valparaiso í Chile í Suður-
Ameríku.”
“Þangað hafa víst fáir íslending-
ar farið.”
“En þar var eg þó um nokkurt
skeið.”
“Og þar var það, sem þú varðst að
skrifa íslenzku til að sannfæra ein-
hvern um, að þú værir íslenzkur?
Þá hefir einhver verið þar, sem gat
lesið íslenzku.”
“Auðvitað varð það að vera.”
Eg varð nú allur að forvitni.
“Æ, segðu mér, hvernig það at-
vikaðist, að þú fórst til Chile, og
hvernig á því stóð, að þú þurftir að