Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 56
FRANK NORTH
29
ur með fögnuði og vill alt gott fyrir
okkur gera. Já, sú taug er furðu-
sterk, og sterkasti þráðurinn í þeirri
taug er hin íslenzka tunga — “áist-
kæra, ylhýra málið, og allri rödd
fegra,” eins og skáldið góða kvað.
Þegar þessi íslenzki ferðamaður
h’afði lokið sögunni, ætlaði eg að
fara að spyrja hann meira um Chile,
en í því komu þrír menn inn í komp-
una til okkar, svo eg hætti við það.
Og eg fékk aldrei framar tækifæri
til að tala við hann eftir það. Hann
fór af lestinni í smábæ einum í
Klettafjöllunum, og eg hefi aldrei
séð hann síðan, og engan heyrt á
hann minnast.
(Árið 1894 kyntist eg, í Mani-
toba, íslenzkum sjómanni, sem um
nokkurt skeið var í siglingum suð-
ur með austurströnd Suður-Ame-
ríku, og sigldi hann einu sinni suð-
ur fyrir Horn og norður með Suður-
Ameríku að vestan. Hann sagði
mér, að hann hefði verið nokkra
daga í Valparaiso í Chile, og að sér
hefði verið sagt, að íslenzkur maður
hefði verið þar sjúkur á spítala um
tíma, nokkru áður. Og má vel vera,
að það hafi verið maðurinn, sem
sagði mér söguna á járnbrautar-
lestinni árið 1912).
Vofnótt
Stælt eftir W. Kragii—Lag eftir Chr. Sinding
Þögul nótt sig breiðir yfir láð og lög,
logn og kyrð — en þó er sem heyri eg slög
frá mánasilfurs munblíðum strengjum.
Hve ömurleg og köld öll vor einstæðings spor,
ef eigi væru í fylgd með oss gróður og vor—.
Ljósálfar dansa út á engjum!—
Þögul nótt sig breiðir yfir láð og lög—
í loftinu skjálfa fjarlæg raddhörpuslög,
en ómana fæ eg ekki fangað.
Því draumraddir hvísla og hverfa í þögn,
hvísla’ um liðin sumur og vetrar kyngimögn
og blómin, sem áður höfðu angað.
Þeir sorgblíðu ómar með þér svífa yfir lönd,
svífa út að hugarins fjarlægstu strönd
og hópast í hjarta þíns leynum.
Nú þýtur í skógarlimi og skrjáfar í runn,—
og skelfing andann grípur við hafsdjúpsins grunn,
því fátt segir af farmanni einum.
G. J.