Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 111

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 111
84 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS fSLENDINGA fyrir 20 árum. Geta þeir sagt með Hólm- göngu-Bersa, “veldr elli mér,” ef átök þarf að gjöra og þau verða í ein'hverri grein ósnarpari en áður fyrrum. Það er ellin sem veldur. En svo hafa þá líka yngri Islendingar gengið í málið, svo vér megum vænta hins bezta og vera kvíða- lausir. Þó það sé, og verði jafnan satt, að enginn getur komið í annars stað, - því það getur enginn, — þá er samt fram- tíðinni borgið. Það er andstætt sjálfu lögmáli tilverunnar, að einn komi í annars stað, þvi ef svo væri, þá væri mannlífið komið á það stig, þar sem eigi væri leng- ur um framför eða framhaldandi sögu að ræða. Hver kynslóð eignast sitt starf, sín viðfangsefni og sitt viðhorf við lífinu. Á meðan heldur sagan áfram. Á meðan þagnar ekki kliður lífsins, er hljómar eins og gleðisöngur, sigurljóð eða hergöngu- lag í eyrum þeirra sem farnir eru að dragast aftur úr lestinni, en geta ekki gleymt því hve “himneskt er að lifa”. Samtök eru nú hafin meðal yngri kyn- slóðarinnar ,til þess að flytja málefni fé- lagsskaparins áfram um annan aldar- fimtung og eru skipuð hinum ágætustu og gáfuðustu mönnum og meyjum, úr flokki æskumanna vorra. Hafa þegar tvær deildir, af hópi hinna yngri Islend- inga, verið stofnaðar: önnur í Winnipeg en hin í Wynyard, með fleiri í vændum, er hafa gengið í félagsskapinn sem sam- bandsdeildir. Vér vonum hins bezta til þeirra, því vér vitum að framtíðinni má treysta. En samt er það þó svo að vér söknum þeirra, sem, eins og Bersi gamli, eru rúm- teptir þegar fólk er á engjum, eða eru horfnir út fyrir þetta tímans tjald. Hugur vor er “úr heimi hallur”, þá vér viljum hvetja hann til að þreyta skeiðið í sam- tíðinni, hálfur með þeim er horfnir eru, hálfur á skeiðhlaupi þvi, er vér rennum móti Þjálfa, inn í framtíðina. “En seiut er um langan veg að spyrja tíðenda” og ætlum vér því eniga aðra getu að því að leiða, hvað framtíðin ber í skauti. Á þessu liðna ári hafa þessi félags- systkini horfið úr hópi vorum. Söknum vér þeirra, hins vakandi áhuga þeirra og iðjusömu handar í þágu góðra málefna. Vér viljum tjá ættingjum þeirra vora innilegu hluttekningu og samúð félags- heildarinnar út af missinum sem þeir hafa beðið við burtför þeirra. Nöfnin eru þessi: 1 Winnipeg: frú Ingibjörg Good- mundson; frú Ólina H. Johnson; frú Vil- borg Ámadóttir Thorsteinsson; frú Lára Signý Blöndal; Friðrik Stefánsson prent- smiðju eigandi; Vígl. Davíðsson; frú Sig- ríður Swanson; Olgeir Frederickson. I Piney: Þorsteinn Pétursson; Sigurður J. Magnússon. í Selkirk: Elzabet Austdal. Arborg: Tryggvi Ingjaldsson. Oak Point: Andrés J. Skagfeld. Garðar: Guðbrandur Bjamason. Hensel: Halldór Einarsson. Wynyard: Guðmundur Goodman, og ef til vill fleiri, er vér höfum enn ekki frétt um. Viðhorfið, útsýnið yfir heiminn, frá þeim vegamótum, sem vér nú stöndum á, er talsvert annað en það var fyrir 20 árum. Þá var heimurinn rétt að komast út úr eldrauninni miklu. Doftið, út við sjóndeildarhringinn, var hvarvetna hrann- að, “hreggskýjum hringa”, eins og kom- ist var að orði í fomri tið, svo að ógerla mátti greina hvort ófriðarstormurinn, sem blés af allri átt, myndi fremur feykja þeim burt eða flytja þau aftur upp á himininn. Um það gátu menn ekki verið ókvíðnir. Réttlætið hafði sigrað, að álitið var, heimurinn verið gjörður hættulaus lýðræðinu, — verið frelsaður, — en eftir var að ákveða lausnargjaldið, og það mátti ekki vera neitt smáræði og um það gátu deilur risið svo grípa yrði til vopna, til fullnaðar úrskurðar, á hvaða stundu sem var. Raddimar sem bámst út af friðarþinginu voru ekki allar mildar og mannlundaðar, heldur frekar og ófyrir- leitnar. Fjarri er því að hriðarblikur þessar hafi eyðst eða horfið. frtlitið er enn skugga- legt, þær hvíla enn út við sjóndeildar- hringinn og ýmist hækka eða hníga eftir þvi af hverri áttinni blæs. En þrátt fyrir það er þó vænlegra yfir heiminn að horfa en þá var. Vér búum eiginlega í nýjum heimi, hinn fyrri er farinn. Þetta er ekki líkinga mál. Nýr heimur hefir skap- ast fyrir reynsluna og vitkun almennings,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.