Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 39
FRÁ ÞEIM YNGRI
13
er greinilegur munur á rithöfund-
areinkennum þeirra. Guðmundur
er karlmannlegri, grófari, hrjúfari,
glettnari, ólafur er viðkvæmari,
fínni, rómantískari. Hann hefir
alist upp “við sundin blá’’ eins og
Tómás Guðmundsson. Munurinn
getur verið aldursmunur: Það eru
átta ár á milli þeirra; líklega er
hér þó um föst höfundareinkenni
að ræða.
Þá er að víkja að einu byrjenda-
bók ársins, sem út kom á norsku:
Höit flyver ravnen, Roman eftir
Snorra Hjartarson. Það er mjög
snotur byrjendabók um margrætt
efni: listamanninn í klípu milli ást-
ar sinnar og listar. Eg veit ekki
hvernig bókinni hefir verið tekið,
eg veit heldur ekki til þess, að höf-
undur hafi sent frá sér fleiri bækur.
Snorri Hjartarson er fæddur í
Arnarholti í Borgarfirði 1907, sonur
Hjartar Snorrasionar alþingismanns
°g Ragnheiðar Torfadóttur frá ól-
afsdal. Snorri gekk á Flensborg-
arskólann, en síðar fór hann til
Noregs í för Kristmanns Guðmunds-
aonar. Kvæði eftir hann birtust í
Eimreiðinni 1930 og Iðunni 1931.
Eitthvað fleira mun hann hafa
skrifað á norsku og dönsku sem
^aér er ókunnugt um.
Árið 1935 er eins fátækt að frum-
^rníðum og hið fyrra árið var frjótt.
ó kemur þá út fyrsta bók Elin-
horgar Lárusdóttur: Sögur. Síðan
hefir hún gefið út: önnu frá Heið-
arkoti 1936 og Gróður 1937, smá-
■sagna safn.
Elinborg Lárusdóttir er fædd 12.
Jov- 1891 að Tunguhálsi í Skaga-
lrÓi- í Skagafirði ólst hún upp,
gekk á kvennaskóla á Blöndósi log
Kennaraskólann í Rvík (1912-14).
Á stríðsárunum var hún veik á Vífil-
staðahæli. 1918 giftist hún Ingi-
mar Jónssyni presti, síðar iskóla-
stjóra í Rvík. Elinborg fór ekki að
skrifa fyr en 1932. En Sögum
hennar var vel tekið. Einar II.
Kvaran fylgdi þeim úr hlaði með
góðum formála. Enda mátti það.
Sumar smásögurnar, helst þær sem
fjalla um smælingja, olnbogabörn og
eldra fólk minna á það sem Einar
Kvaran hefir bezt skrifað. Hér er
tvímælalaust styrkur þessarar nýju
iskáldkonu. Aftur á móti virðast
mér lengri sögur hennar mjög mis-
hepnaðar, þrátt fyrir góðan tilgang,
—og góða ritdóma. Eg hygg samt,
að ef hún legði rækt við fólkið, sem
er að eldast, gæti hún enn numið
sér óyrktan blett í íslenzkum bók-
mentum.
Þó að byrjenda-bók Jóns Aðils,
Við horfum á lífið (Rvík, 1936) sé
ekki merkileg, þykir rétt að nefna
hana hér, vegna þess, að höfundur-
inn mun vera hinn eini þjóðræknis-
sinni, sem sent hefir frá sér isögu-
safn.
Jón Þórður Aðils er fæddur í
Reykjavík 15. janúar 1913, sonur
þeirra Jóns Jónssonar Aðils prófess-
ors í sögu íslands og Ingileifar Snæ-
bjarnardóttur. Jón Þ. Aðils tók
gagnfræðapróf á Mentaskólanum
1929 og fékst síðan við símavinnu,
skrifstofustörf og leiklist. Hann var
einn af stofnendum þjóðræknis-
flokksins (2. jan. 1934) og hefir síð-
an gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir hann, sem formaður o. fl.
Áður höfðu komið smásögur eftir
hann í Fálkanum og Mjölni. Ann-
ars er engu að spá um manninn eftir