Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 124
TUTTUGASTA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
97
Tickets, V. P. Ltd........ 2.70
Tipg ..................... 2.00
--------41.90
Jan. 4 — Columitiia Press advt....... 3.00
Total...........-...? 97.90
On hand ........................ 1.12
$ 99.02
EXECUTIVE FOR THE YEAR
ENDIN'G FERRUARY: 1940:
President—Lara B. Sigurdson
Vice-President—Dr. L. A. Sigurdson
Secretary—Einar Arnason
Treasurer—Margret Petursson
Members at large—
1. Harold Johnson
2. Tom Finnbogason
3. Fanney Magnuson
Respectfully submitted,
Lara B. Sigurdson,
Secretary (Acting)
Tillaga Dr. Beck, studd af Asm. P. Jó-
hannss. að viðtaka þessa skýrslu, eins
og hún var lesin, — samþykt.
Þá voru lagðir fram munir, er gefnir
höfðu verið í Minjasafn félagsins, og
gerðu þeir séra Jakob Jónsson og Dr. R.
Beck grein fyrir því. A meðan þeir voru
að raða hlutunum, auglýsti forseti skemti-
skrár þingkvöldanna.
J. J. Bíldfell hafði orð fyrir milliþinga-
nefnd þeirri, er fjallar um sögu Islend-
inga í Vesturheimi. Töluðu og aðrir
nefndarmenn, þar á meðal Dr. Beck. Kvað
hann sér hafa áskotnast ýms bréf og
handrit. Forseti kvaðst og hafa fengið
nokkur gögn, sem eigi hafa verið prentuð,
öll lútandi að lífi Islendinga hér í álfu.
A. P. J. fann að því, að nefndin hefði
ekki lagt fram skriflega skýrslu. Gerði
hann það að tillögu, er Levy studdi, að
nefndin geri skriflega skýrslu og leggi
síðar fyrir þingið. Samþykt.
Þá las séra Jakob Jónsson upp lista
ýfir gjafir þær, er félaginu hafa áskotnast
i minjasafnið á árinu — um eða yfir 20
alls. Eru þær taldar í heildar eignalista
þeim, er síðar verður birtur. Séra Guðm.
Arnason lagði til og Sig. Vilhjálmsson
studdi, að skýrsla þessi sé viðtekin og
þökkuð. Samþykt.
Séra Sigurður ölafsson gaf skýrslu fyr-
ir hömd Milliþinganefndar, um Sagnir og
Munnmæli. Gat hann þess, að sér hefði
borist í hendur ýms handrit í bundnu og
óbundnu máli. Séra Guðm. Amason sagði
og að sér hefði áskotnast vísur og æfi-
sögubrot Islendinga hér í landi. J. J.
Bíldfell tók og í sama streng. Ragnar H.
Ragnar benti á, að ekkert hefði enn vetið
gert að því að safna óprentuðum lögum
og músic eftir lifandi og dána Isiendinga
hér vestra, sem óefað mundu týnast, ef
ekki yrði undinn að því bráður bugur.
Sama væri um fleira einkennilegt í fari
þjóðarinnar. Séra Jakob Jónsson talaði
um söfnun ömefna og fleiri þau fræðt,
er liggja við gleymsku. Séra Guðm.
Árnason taldi vafasamt hvort heppilegt
væri ávalt að halda á lofti öllu, sem hægt
væri að safna, jafnvel þótt sumt væri
kannske skrítið og gamansamt. Tillaga
ritara, að sama nefnd sé beðin að starfa
áfram á þessu ári, og muna eftir því, að
gefa skriflega skýrslu á næsta þingi, —
studd af séra Jakob og. samþykt umræðu-
laust.
Fébirðir, Ámi Eggertsson, gaf stutta
greinagerð fyrir störfum Rithöfunda-
sjóðs nefndar á árinu. Kvað lítið hafa
verið gert að söfnun í sjóðinn. Séra
Guðm. tók og í sama streng.
Dr. Beck gerði þá tillögu, að þessi
munnlega skýrsla sé tekin gild, og sama
nefnd sé beðin að sitja til næsta þings.
Rósm. Árnason studdi, og var hún sam-
þykt.
Tillaga Jóns Húnfjörð, studd af B. Dal-
man, að nefnd sú, er hefir með höndum
Sögu Islendinga í Vesturheimi sé beðin
að sitja áfram næsta ár — samþykt.
Fundarhlé í 10 mínútur.
Þá voru tekin fyrir fræðslumálin. J. J.
Bildfell gerði tillögu að 3ja manna nefnd
sé skipuð. Séra Sigurður ólafsson studdi.
Var það samþykt, og í nefndina skipaðir
Séra Sigurður ölafsson, Dr. R. Beck og
séra Guðmundur Árnason.