Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 45
1^101121111!? Vestts^farar me©
“Hestorian” 1882
Eftir Rögnvald Pétursson
Eitt versta árið, á síðari tímum, í
sögu íslands var árið 1882. Vetur-
inn var frosta mikill, með fannburði
svo miklum, að jarðbönn urðu hvar-
vetna til sveita og héldust víða fram
á sumar. Skepnufellir varð mikill
einkum austan og vestan lands.
Frá því segir í dagbók Björns
bónda á Úlfstöðum í Loðmundar-
firði, Halldórssonar stúdents, yfir
árið 1882, að á sumardaginn fyrsta
hafi verið 8 stiga frost á Reaumur,
°g fyrsta maí “Norðan grimdarveð-
Ur með 10 stiga frosti.” Björn var
hinn mesti skýrleiks maður og mjög
á undan sinni samtíð, og þekti vel
til hvarvetna á landinu. Dagbók hélt
hann yfir öll sín búskaparár á ís-
landi og í Ameríku, fluttist vestur
1884 og andaðist í Winnipeg 1920.
Vetur þessi h'efir síðan verið kall-
aður “harði veturinn.”
Ofan á þessi vandræði manna
bættist svo önnur plága, megn land-
farsótt — mislingar — er mjög urðu
uiannskæðir. Mest kvað að far-
sótt þessari um vorið og fyrra hluta
sumars. Varð mönnum plága þessi
svo minnisstæð að vorið hefir síðan
verið nefnt “mislinga vorið.” Ó-
fögnuður þessi lagði nær þriðjung
landsmanna í rúmið og úr veikinni
^óu um 1700 manns, að talið er, eða
24 af hverju þúsundi. Steig far-
aldur þessi mjög á hæla mislinga
Plágunni miklu 1846, en þá dóu yfir
2000 manns eða 35 af hverju þús-
undi íbúanna.
Ekki vita menn hvenær pestin
barst til landsins, en álitið er að það
hafi verið einhverntíma um vetur-
inn. Hún breiddist út á skömmum
tíma og fór um alt land.
Um þessar mundir var kominn
mikill vesturfararhugur í menn,
einkum í harðindasveitum, og vest-
urflutningar komnir í algleyming.
Spöruðu umboðsmenn línuskipanna
heldur ekki, að eggja menn til Vest-
urheims ferða. Þeim voru greidd
ómakslaun, í ensku gulli, vist á hvert
höfuð, er fóru sígandi eða stígandi
eftir aldri farþegans. Það var því
til einhvers að vinna. Sigfús Ey-
mundsson bóksali í Reykjavík, var
þá aðal “agent” helzta línuskipafé-
lagsins — Allan línunnar — er
flesta flutti íslendinga vestur. Hafði
hann umboðsmenn fyrir sig út um
alt land er einhverja þóknun fengu
fyrir snúð sinn. Ekki var rekstur
þessi átalinn, en þykkju varpað á
vesturfarana, er voru að slíta sig upp
með rótum og flytja í nýja heims-
álfu. Þeir voru að bregðast föður-
landi sínu.
Þenna umrædda vetur (1882)
munu margir hafa “skrifað sig” til
vesturferðar, einkum þegar Ikom
fram á útmánuði og h-orfurnar urðu
ískyggilegar. Um tölu þeirra er nú
eigi hægt að segja, en hún mun
hafa skift fleiri hundruðum. Ekki
gátu umboðsmenn veitt hinum vænt-
anlegu vesturförum neina ákveðna
vissu um hvenær skipin, eða skipið,