Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 45

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 45
1^101121111!? Vestts^farar me© “Hestorian” 1882 Eftir Rögnvald Pétursson Eitt versta árið, á síðari tímum, í sögu íslands var árið 1882. Vetur- inn var frosta mikill, með fannburði svo miklum, að jarðbönn urðu hvar- vetna til sveita og héldust víða fram á sumar. Skepnufellir varð mikill einkum austan og vestan lands. Frá því segir í dagbók Björns bónda á Úlfstöðum í Loðmundar- firði, Halldórssonar stúdents, yfir árið 1882, að á sumardaginn fyrsta hafi verið 8 stiga frost á Reaumur, °g fyrsta maí “Norðan grimdarveð- Ur með 10 stiga frosti.” Björn var hinn mesti skýrleiks maður og mjög á undan sinni samtíð, og þekti vel til hvarvetna á landinu. Dagbók hélt hann yfir öll sín búskaparár á ís- landi og í Ameríku, fluttist vestur 1884 og andaðist í Winnipeg 1920. Vetur þessi h'efir síðan verið kall- aður “harði veturinn.” Ofan á þessi vandræði manna bættist svo önnur plága, megn land- farsótt — mislingar — er mjög urðu uiannskæðir. Mest kvað að far- sótt þessari um vorið og fyrra hluta sumars. Varð mönnum plága þessi svo minnisstæð að vorið hefir síðan verið nefnt “mislinga vorið.” Ó- fögnuður þessi lagði nær þriðjung landsmanna í rúmið og úr veikinni ^óu um 1700 manns, að talið er, eða 24 af hverju þúsundi. Steig far- aldur þessi mjög á hæla mislinga Plágunni miklu 1846, en þá dóu yfir 2000 manns eða 35 af hverju þús- undi íbúanna. Ekki vita menn hvenær pestin barst til landsins, en álitið er að það hafi verið einhverntíma um vetur- inn. Hún breiddist út á skömmum tíma og fór um alt land. Um þessar mundir var kominn mikill vesturfararhugur í menn, einkum í harðindasveitum, og vest- urflutningar komnir í algleyming. Spöruðu umboðsmenn línuskipanna heldur ekki, að eggja menn til Vest- urheims ferða. Þeim voru greidd ómakslaun, í ensku gulli, vist á hvert höfuð, er fóru sígandi eða stígandi eftir aldri farþegans. Það var því til einhvers að vinna. Sigfús Ey- mundsson bóksali í Reykjavík, var þá aðal “agent” helzta línuskipafé- lagsins — Allan línunnar — er flesta flutti íslendinga vestur. Hafði hann umboðsmenn fyrir sig út um alt land er einhverja þóknun fengu fyrir snúð sinn. Ekki var rekstur þessi átalinn, en þykkju varpað á vesturfarana, er voru að slíta sig upp með rótum og flytja í nýja heims- álfu. Þeir voru að bregðast föður- landi sínu. Þenna umrædda vetur (1882) munu margir hafa “skrifað sig” til vesturferðar, einkum þegar Ikom fram á útmánuði og h-orfurnar urðu ískyggilegar. Um tölu þeirra er nú eigi hægt að segja, en hún mun hafa skift fleiri hundruðum. Ekki gátu umboðsmenn veitt hinum vænt- anlegu vesturförum neina ákveðna vissu um hvenær skipin, eða skipið,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.