Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 37
FRÁ ÞEIM YNGRI
11
en missir flugsins þegar lífið leggur
honum fjötur um fót, og forp>okast
sem sveita-maður. Þessa forpokun
™á að vísu sjá frá alt öðru og glæsi-
legra sjónarmiði, sjónarmiði Ham-
suns í Gróður jarðar. En höfundur
hefir a. m. k. ekki tileinkað isér það
sjónarmið, þótt hann á hinn bóginn
virðist jafnlangt frá því að dæma
söguhetju sína frá hinu stéttvísa
sjónarmiði öreigaskáldanna. Yfir-
leitt er þetta mjög hlutlaus saga, og
virðist því sanna grun þann er ör-
eigaskáldið Jóhannes frá Kötlum
hafði um hið upprennandi skáld, að
hann myndi nokkuð laus í fylkingu.
Þrátt fyrir það er sagan tvímæla-
laust framför, sjónarmiðið er sjálf-
stæðara, stíllinn persónulegri. Ann-
verður fróðlegt að sjá hvernig
Guðmundur vex á næstu árum. —
Hann heíir numið hinn kaldhæðna
ádeilustil af Laxness, en fari svo,
að hann komist ekki undir lag með
þeim öreiga-höfundunum, þá hlýtur
hann að breyta um stíl.
Árið ef tir Kvæði Guðmundar Dan-
íelssonar komu Tindar eftir Þor-
stein Jósepsson, ekki ómerkileg byrj-
andabók (1934).
Þorsteinn Jósepsson er fæddur 18.
júlí 1907 á Signýjarstöðum í Hálsa-
sveit Borgarfirði, þar ólst hann upp
hjá foreldrum sínum og þar á hann
enn heima. Skólamentun hlaut hann
ekki aðra en fyrsta bekkjar nám í
^entaskólanum (1920-21). En hann
^ór utan til Þýzkalands (Fríslands)
Sviss 1929 0g aftur 1933, til
Sviss, þar sem hann las þýzkar bók-
^ientir við háskólann í Zurich. Frá
þessum utanferðum hefir hann sagt
1 ínábærlega fjörlegri ferðabók
Æfintýri förusveins 1935. Sumarið
1936 fór hann með íslenzka flokkn-
um til Ólympíuleikanna í Berlín, því
hann hafði fyrr á árum tekið all-
mikinn þátt í íslenzku íþróttalífi.
Árið eftir kom svo ferðabókin Undir
suðrænni sól (1937).
Áhugi Þorsteins Jóisepssonar á
bókmentum vaknaði, er hann las
Victor Hugo (1929). En sá maður-
inn sem dýpst áhrif hafði á hann
var Nietzsche. Þessa gætir í Tind-
um, sem er óvenjuleg bók eigi að-
eins fyrir þann ofsa tilfinninganna,
er þar brýst fram, heldur einnig
fyrir dirfsku heimspeki þeirrar er
hún boðar. Það er heimspekin um
takmarkalausa fórnarlund konunn-
ar, og isífelda tindsækni mannsins.
Þessi heimspeki er boðuð í sköpunar-
sögunni “Tindar”, sem bókin hefst
á. Ekkert má hefta för hins bratt-
genga manns, svo framarlega sem
leiðin er í samræmi við hið insta
eðli hans, annars getur illa farið
(“Haust”, “Valshengjan”). Ekki
verður það isagt að Þorsteini hafi
tekist að klæða boðskap sinn í sí-
gildan búning í þessum fáu smásög-
um. Enn spáir bókin honum margri
Valshengjunni, og klífi hann þær, er
ekki víst nema hann komist upp á
hæsta tindinn.
Árið 1934 var veltiár í bókment-
unum. Auk Tinda komu þá Og
björgin klofnuðu eftir Jóhannes frá
Kötlum, Sýnir eftir Sigurð Eggerz,
Lassarónar, skemtileg isjóarabók,
eftir Sigurð Haralz, Kossar eftir Þ.
Þ. Þ., Strákarnir sem struku, barna-
bók eftir Böðvar frá Hnífsdal og Við
Álftavatn, barnabók eftir Ólaf Jó-
hann Sigurðsson. f Osló kom Höit
flyver ravnen. Roman, eftir Snorra
Hjartarson.