Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 85
58
TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og ferðast, þegar hann hefir átt
þess kost.”
örn er því sem fjöldamörg önnur
íslenzk merkisskáld maður að miklu
leyti sjálfmentaður, en í greininni í
Stuðlamálum er frá því sagt, að
hann hafi víða ferðast og dvalið á
fslandi: “Hann er orðlagður göngu-
garpur, og kunnugir fullyrða, að ná-
lega sé hann búinn að ganga um
landið þvert og endilangt”. Lýs-
ingarnar snjöllu og fögru á íislandi í
“Ljóðabréfi hans til Vestur-fslend-
ings” bera því einnig órækan vott,
að höfundurinn er bæði gæddur ríkri
athyglisgáfu og er gagnkunnugur
fjölbreytni íslenzkrar náttúru og
hambrigðum hennar eftir árstíðum
og veðurfari.
Segja má, að 20 ár séu nú frá því
liðin, að örn Arnarson kom fyr3t
fram á ritvöllinn. Nokkur “Smá-
kvæði” eftir hann birtust í 1-2. hefti
Eimreiðarinnar 1920, og vöktu þeg-
ar athygli ljóðelskra lesenda, því
að þar var slegið á nýja strengi í ís-
lenzkri ljóðagerð. Hefir Sigurður
Skúlason það eftir Magnúsi próf.
Jónssyni, sem þá var ritstjóri Eim-
reiðarinnar, að honum hafi virtst
sem hér væri upp risinn íslenzkur
Heine, að loknum lestri fyrsta
kvæðis Arnar. Víst er um það, að
margt er það í þessum kvæðum, sem
minnir á hinn þýzka ljóðsnilling:
hin leikandi lipurð, og þó einkum
glettnin og kaldhæðnin, sem auð-
kendi sérstaklega þessi kvæði Arnar
og ósjaldan hefir verið grunntónn-
inn í iseinni kvæðum hans. Þá var
hitt eigi síður eftirtektarvert um
fyrstu kvæði skáldsins, hvernig hver
einasta Ijóðlína féll þar í fastar
skorður og hvarf að einu marki.
Sigurður Skúlason fer því eigi villur
vegar, þegar hann segir í grein
sinni:
“Örn Arnarson byggir kvæði sín á
listrænan hátt. Hann hefir lag á
því að hleypa í þau stígandi líkt og
tíðkast í leikritum, en hjá Erni nær
stígandinn hámarki sínu við lok
kvæðisins, án þess að niokkur hvell-
ur heyrist. Þannig segir skáldið
um ekkjuna, ríku og fögru, sem var
ólík öllum öðrum konum í ólgandi
dansiðunni og hafði húmdökt hár
og mjallhvítar tennur, sem allir
karlmenn urðu stórhrifnir af:
Hún var ættuð að austan,
ekkja fögur og rík,
en hárið og tennumar hvítu
hvorttveggja úr Reykjavík.
Sami glettnislegi stígandinn er i
kvæðinu um bókina, sem skáldið
fékk léða hjá kunningja sínum af
því, hve fallegt bandið var á henni
og upphafskvæðið í henni var snot-
urt:
En að fletta þér allri
var erfiði’ og tímaskaði,
því í þér fann eg ekkert nýtt,
það var alt á fremsta blaði.”
Og það er ekki síst snilld Arnar í
sjálfri gerð Ijóðanna, isem gerir
kveðskap hans eins merkilegan og
raun ber vitni, þó að annað fleira
styðji þar að, eins og þegar heíir
verið gefið í skyn og enn mun frek-
ar dregin athygli að.
í sumum fyrstu kvæðum skálds-
ins varð kaldhæðnin að biturri og
markvissri ádeilu, eins og í kvæðinu
“öngulseyri”, um Hinrik kaupmann
Hansen og frú hans, “með hatt, sem
er keyptur í Kaupmannahöfn, og