Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Blaðsíða 76
SALT JARÐAR
49
með sjálfum sér að hver einstakling-
ur eigi að vera frjáls og verði að
sigla sinn eigin sjó, komast í þá
höfn, sem hann hefir vit og mann-
gildi til að ná. En þessu gleymdi
hann oft þegar konan hans átti í
hlut, og þeim sýndist sitt hvoru.
Hinsvegar var honum ljósara, að
honum fanst, að lífið er ekki markað
í smáreiti, þar sem sumt er alt rétt
°g annað rangt, þar sem eitt er við-
eigandi og sæmilegt, annað algerlega
óviðeigandi og ósæmandi.
í öllum slíkum smáreita reikn-
ingi var konan hans svo vel að sér
°g viss í sinni sök. Honum fanst
alveg óþarft að gjalda þann skatt af
Peningunum, að þeir yrðu að fjötr-
um, sem heftu svo sjálfstæði þeirra
°g vit, að þau hugsuðu einungis um
að dansa eftir annara pípum. — Þau
gjöld ætlaði hann sér ekki að greiða
hvað sem tautaði.
En Kelly vissi vel að stundum
stökk hann upp á nef sér út af smá-
’ttunum við konuna sína. Sjálfsagt
var það hans eigin fáfræði um for-
eldra sína og ætterni, sem kom hon-
Uni til að amast við og draga að
^ettfræðisfaraldrinum, sem greip
konuna hans fyrir nokkru síðan.
Ein kunningja kona hennar frétti
um einhvern frægan ættfræðing, sem
Var óvenju slyngur í því að finna
uðalsfólk ,í ættum majma, hafði
hessi frægi fræðimaður grafið það
UPP að konan var hliðarættingi,
homin af hliðarættingjum við ein-
hverja aðalsætt, og var frúin nú í
úða önn að leita uppi skjaldarmerki
ættarinnar. Konan hans græddi nú
samt ekkert upp úr krafstrinum.
■®tt hennar varð ekki rakin langt,
endaði á landnema í smáþorpi suður
í Bandaríkjum. í sjálfu sér var
hann ekkert á móti ættfræði, en til
hvers var þeim að rekja ætt sína sem
ekkert áframhald áttu? Engir pen-
ingar höfðu getað bjargað lífi dóttur
hans, — hann galt þar föðurgleð-
ina með föðurharminum. Enginn
dagur hafði verið alveg heiður og
skýjalaus, hvað bjartir og glaðir,
sem þeir annars sýndust, eftir að
hún hvarf honum út í þögnina, —
þögnina sem aldrei var rofin, hversu
háum, heitum rómi, sem hugur og
hjarta hrópuðu.
En föðurástin lét hann finna nær-
veru hennar, á björtum vormorgn-
um, á stiltum stjörnuljósum kvöid-
um. Þegar hann sá ást og gleðileif t-
ur í augum þreyttra manna yfir
börnum sínum, var hún nálæg. Öll
fegurð minti á hana. Hann hafði
sökt sér ofan í að lesa og kynna sér
mannlegar tilfinningar og hugsan-
ir og fann þar margt, sem var eins
og það væri talað út úr hans eigin
hjarta. Hann fann hugprýði og út-
hald þeirra, sem höfðu lifað og:
fundið til. Hann var ekki sjálfur
skáld, sem gat drepið pennanum í
hjartablóð sitt, en hann skildi mál
þeirra, sem það höfðu gert.
Ef til vill var það skilningur hans
á því, að vita hvað það þýðir, að
horfa eftir þeim, sem aldrei eiga aft-
urkvæmt, sem kom honum seint og
síðar meir til þess að taka aftur
höndum saman við bernskuárin.
Þrátt fyrir óvilja margra ára lagði
hann af stað, hann vildi ekki lengur
standa, sem vanþakklátur svikari
frammi fyrir augum gömlu húsmóð-
ur sinnar, ef hún væri lifandi. En
minningarnar um húsbónda hans
höfðu svo lengi staðið eins og draug-