Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 72
SALT JARÐAR
45
átti að keyra eldivið inn í Selkirk lil
viðarsala þar, sem húsbóndi hans
hafði gert kaupsamninga við. Hús-
bóndinn sagði Kelly,. að ef hann kæmi
öllum viðnum til viðarsalans á tíma,
sem hann tiltók, skyldi hann gefa
Kelly peningana fyrir síðasta vagn-
hlassið. Hann tók þessu tilboði feg-
ins hugar, ekki sízt vegna þess, að
húsbóndi hans talaði við hann í
fyrsta skifti, eins og hann væri
niaður, í stað þess að skipa honum
alt með þjósti. Hann vann eins og
hamhleypa, pískaði uxana áfram
eins og fantur og kom keyrslunni af
á tilteknum tíma. Húsbóndi hans
keyrði eineykis inn til Selkirk dag-
inn, sem síðasta vagnhlassið fór, og
Kelly beið úti hjá uxunum og hest-
inum á meðan húsbóndinn rak erindi
sín inni hjá viðarsalanum. Hann
var allur á iði af óþolinmæði eftir
Peningunum, sem hann ætlaði að
kaupa sér smávegis fyrir, og vasa-
hnífur var það, sem hann langaði
niest til að eignast af ýmsu, sem
hann hafði hugsað um. Innan
stundar kom húsbóndi hans, gekk
að hestinum og var í þann veginn
að stíga upp í kerruna, þegar Kelly
stundi því upp, að sig langaði til að
^á peningana, sem hann hefði lofað
sér. Húsbóndi hans virti hann fyrir
sér með fyrirlitningar glotti um leið
hann sagði: “Þér kemur vonandi
ekki til hugar að eg fari að borga
t>ér kaup, eg var að sjá hvað þú
gætir gert, ef þá vildir vinna,” og
um leið snaraðist hann upp í kerr-
Uua og kipti í taumana. Kelly stóð
höggdofa andartak, svo greip hann
slíkt heiftaræði, að hann hvorki sá,
heyrði né hugsaði, hann varð æðis-
&engið villidýr í morðhug — hann
greip viðarrenglu og reiddi hana til
höggs, en kerran þaut undan og
höggið lenti á jörðunni og þarna
stóð hann brjálaður og barði og
lamdi ofan í sama blettinn; margra
ára þjáningar og kúgun voru látnar
lausar í hverju höggi. Og alt í
einu skildist honum, að það var ekki
húsbóndinn, sem hann var að berja,
heldur jörðin. Hann fleygði rengl-
unni langar leiðir og skjálfandi á
beinunum staulaðist hann yfir til
uxanna og studdi sig við herða-
kambinn á öðrum þeirra. Tárin
runnu þung og óhindruð, hann grét
af reiði, sársauka og hræðslu —
mest af hræðslu — hann vissi að
það munaði hársbreidd að hann heiði
ekki stórskaðað, eða drepið mann.
Hann var máttlaus og skjálfandí
eftir þetta óstjórnar æði og hallað-
ist ofan á herðakambinn á þessari
sterku skepnu, lifandi og hlýrri, og
það var eins og honum kæmi þaðan
einhverskonar styrkur og stoð. Hann
grét án þess að geta hugsað, ósjáif-
rátt hafði hann yfir aftur og aftur:
Vertu guð faðir — faðir minn! —
honum stóð ógurlegur stuggur af
sjálfum sér, hann óskaði að vera
dauður. Hugsun hans fór að smá
skýrast — þetta var síðasta stráið
— hann ætlaði ekki heim aftur.
Annað æðiskast gat gripið hann, svo
hann vissi ekki, hvað hann gerði —
og þá yrði kannske ekkert til að
bjarga honum — hann varð að flýja
— hann hataði húsbónda sinn — og
hraus hugur við sjálfum sér. —
Þegar hann hafði jafnað sig lítið
eitt tók hann uxana; og teymdi
þá út á brautina, sem lá heimleiðis,
strauk þá og klappaði þeim í kveðju-
skyni, batt upp taumana og hóaði