Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 72

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 72
SALT JARÐAR 45 átti að keyra eldivið inn í Selkirk lil viðarsala þar, sem húsbóndi hans hafði gert kaupsamninga við. Hús- bóndinn sagði Kelly,. að ef hann kæmi öllum viðnum til viðarsalans á tíma, sem hann tiltók, skyldi hann gefa Kelly peningana fyrir síðasta vagn- hlassið. Hann tók þessu tilboði feg- ins hugar, ekki sízt vegna þess, að húsbóndi hans talaði við hann í fyrsta skifti, eins og hann væri niaður, í stað þess að skipa honum alt með þjósti. Hann vann eins og hamhleypa, pískaði uxana áfram eins og fantur og kom keyrslunni af á tilteknum tíma. Húsbóndi hans keyrði eineykis inn til Selkirk dag- inn, sem síðasta vagnhlassið fór, og Kelly beið úti hjá uxunum og hest- inum á meðan húsbóndinn rak erindi sín inni hjá viðarsalanum. Hann var allur á iði af óþolinmæði eftir Peningunum, sem hann ætlaði að kaupa sér smávegis fyrir, og vasa- hnífur var það, sem hann langaði niest til að eignast af ýmsu, sem hann hafði hugsað um. Innan stundar kom húsbóndi hans, gekk að hestinum og var í þann veginn að stíga upp í kerruna, þegar Kelly stundi því upp, að sig langaði til að ^á peningana, sem hann hefði lofað sér. Húsbóndi hans virti hann fyrir sér með fyrirlitningar glotti um leið hann sagði: “Þér kemur vonandi ekki til hugar að eg fari að borga t>ér kaup, eg var að sjá hvað þú gætir gert, ef þá vildir vinna,” og um leið snaraðist hann upp í kerr- Uua og kipti í taumana. Kelly stóð höggdofa andartak, svo greip hann slíkt heiftaræði, að hann hvorki sá, heyrði né hugsaði, hann varð æðis- &engið villidýr í morðhug — hann greip viðarrenglu og reiddi hana til höggs, en kerran þaut undan og höggið lenti á jörðunni og þarna stóð hann brjálaður og barði og lamdi ofan í sama blettinn; margra ára þjáningar og kúgun voru látnar lausar í hverju höggi. Og alt í einu skildist honum, að það var ekki húsbóndinn, sem hann var að berja, heldur jörðin. Hann fleygði rengl- unni langar leiðir og skjálfandi á beinunum staulaðist hann yfir til uxanna og studdi sig við herða- kambinn á öðrum þeirra. Tárin runnu þung og óhindruð, hann grét af reiði, sársauka og hræðslu — mest af hræðslu — hann vissi að það munaði hársbreidd að hann heiði ekki stórskaðað, eða drepið mann. Hann var máttlaus og skjálfandí eftir þetta óstjórnar æði og hallað- ist ofan á herðakambinn á þessari sterku skepnu, lifandi og hlýrri, og það var eins og honum kæmi þaðan einhverskonar styrkur og stoð. Hann grét án þess að geta hugsað, ósjáif- rátt hafði hann yfir aftur og aftur: Vertu guð faðir — faðir minn! — honum stóð ógurlegur stuggur af sjálfum sér, hann óskaði að vera dauður. Hugsun hans fór að smá skýrast — þetta var síðasta stráið — hann ætlaði ekki heim aftur. Annað æðiskast gat gripið hann, svo hann vissi ekki, hvað hann gerði — og þá yrði kannske ekkert til að bjarga honum — hann varð að flýja — hann hataði húsbónda sinn — og hraus hugur við sjálfum sér. — Þegar hann hafði jafnað sig lítið eitt tók hann uxana; og teymdi þá út á brautina, sem lá heimleiðis, strauk þá og klappaði þeim í kveðju- skyni, batt upp taumana og hóaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.