Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 93
66
TfMAEIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ekki á því að slíkt gæti orðið að
framkvæmd. Hann var elztur af
mörgum börnum, og þó að foreldr-
ar hans væru enn ung og sjálfstæð
af efnum, vissu þau vel að þeim var
ofurefli að kosta hann til langrar
skólagöngu. En sökum þess að hug-
ur Garðars stóð allur í þá átt, hafði
faðir Garðars á síðastliðnu vori
skrifað Pétri prófasti frænda sín-
um á ölvisstað og farið þess á leit
að hann kendi piltinum undir skóla
næsta vetur. Bréfi þessu fylgdu
ítarleg meðmæli og einkunnabók frá
kennaranum í Hábæjarskóla, er
þráði að greiða götu Garðars, og
hafði ávalt reynst honum isem góður
faðir. En sökum þess að ekkert
svar hafði fengist, varð það að ráði
að Garðar færi á fund séra Péturs,
og fengi að vita vissu sína um það,
hvort nokkurrar hjálpar væri frá
honum að vænta. — Nauðugur hafði
hann lagt út í þessa ferð, og þung-
lega sagði honum hugur um erindis-
lokin. Kveið hann mjög samtalinu
við hinn óþekta frænda sinn, óx ugg-
ur hans og kvíði því meir, sem hann
nálgaðist Ölvisstað.
Garðar fór sem leið lá eftir þjóð-
veginum, yfir brúna á ánni, — og
svo meðfram ánni, ofan héraðið,
síðasta áfangann heim að prestssetr-
inu. Leið hans lá meðfram ánni, er
rann hægt og hátíðlega ofan til
sjávar, og varð breið eins og fjörður
er nær sjónum dró. — Kvöldskugg-
arnir sköpuðu töframyndir fyrir
sjónum hans, er hann þreyttur gekk
leiðar sinnar — og nálgaðist óðum
hið forna og virðulega prestssetur.
Áður hafði stór og marg-þiljaður
bær á forna vísu, prýtt þetta sögu-
ríka setur, en nú hafði fyrir fám
árum verið bygt þar stórt timbur-
hús, var það að utan klætt gráu
bárujárni, og bar því á sér kulda-
legan svip, eða svo kom það Garðari
fyrir sjónir.
Hikandi og með hjartaslætti barði
hann að bakdyrum prestssetursins,
— eftir stutta stund kom vinnukona
til dyra, bað Garðar hana um að fá
að tala við prófastinn.
Vinnukonan bauð honum strax
inn í eldhús, en fór svo inn á skrif-
stofu að segja frá komu gestsins.
Eftir örlitla stund kom klerkur
fram til hans, spurði hann að nafni,
og hvaðan hann væri, og er hann
varð þess vísari bauð hann drengn-
um næturgistingu, sagðist skyldi
eiga samtal við hann að morgni, en
nú stæði svo á fyrir sér að hann væri
í önnum við bréfaskriftir er þyrftu
að sendast til Reykjavíkur árla að
morgni næsta dags.
Garðar hafði nægilegt tækifæri
til að virða fyrir sér útlit þessa föð-
urfrænda síns, er var bæði stór vexti
og karlmannlegur; hann var á að
gizka 45—50 ára gamall, hárið sem
var mikið og greiddist aftur fra
hvelfdu og fögru enni var tekið að
grána, einnig yfirskeggið og höku-
toppurinn. Augun voru hvöss og
lágu innarlega, fremur lítil, grá og
gáfuleg; svipurinn allur mikilúðleg-
ur og karlmannlegur, en ekki að
sama skapi góðlegur. Einhvernveg-
inn læstist sú tilfinning inn í huga
Garðars, að frá þessum manni ætti
hann engrar hjálpar að vænta. •—
Stuttu síðar kom prófastsfrúin inn
í eldhúsið, hún virtist vera á líkum
aldri og maður hennar, ljóshærð,
fremur smá vexti og góðgjarnleg.
Hún bar Garðari kaffi, átti dálítið