Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 57
r
Hsleosfear ©gg aðrar ^Meraciar
IboRmeiaÉiir í Canada
Eftlr O. Amason
Það er alkunnugt að engin þjóð í
heimi á eins mörg iskáld í hlutfalli
við mannfjölda og íslenzka þjóðin.
0g á sama mælikvarða talið mun
meira vera gefið út af bókum og
blöðum á íslandi heldur en í nokkru
öðru landi. Þessi mikla bókmenta
starfsemi svo smárrar þjóðar hefir
verið stöðugt undrunarefni útlendra
fræðimanna, sem hafa kynt sér
fornar og nýjar íslenzkar bókment-
ir. Menn hafa reynt að finna or-
sakir þessarar merkilegu starfsemi,
en engar fullnægjandi skýringar á
henni hafa fengist ennþá. Hvers
vegna þróuðust hinar fornu íslenzku
bókmentir hjá afkomendum hinna
fáu þúsunda manna, sem fluttust
frá Noregi til íslands seint á níundu
og snemma á tíundu öld? Hvernig
stóð á því að þrátt fyrir alla eymd
og hnignun þjóðarinnar á miðöldum
hennar, þegar hún var orðin aðeins
helmingur af því, isem hún áður var,
að tölunni til, og minna en það í
öllum öðrum skilningi, að bókmentir
hennar liðu ekki algerlega undir
lok?
Það hefir verið mikið um það
sagt, að íslendingar til forna hafi
tekið hneigðina til skáldskapar að
mestu leyti í arf frá þeim hluta
landnámsmannanna, sem voru írsk-
ir (keltneskir) að ætt. En það
leikur mjög mikill vafi á, hversu
mikill hluti þess fólks, sem til fs-
lands fluttiist á landnámsöldinni,
hafi verið írskur. Sumir halda, að
hann hafi verið mjög smár, aðrir, að
hann hafi verið allstór, jafnvel alt
að helmingur allra landnámsmanna.
En þar er ekki nema á eintómum
ágizkunum að byggja. Og jafn ó-
vissar sem þær ágizkanir eru, er þó
enn óvissara með erfðir eiginleik-
anna. Enginn veit neitt með vissu
um það, hvernig andlegir eiginleikar
ganga í erfðir. Skáldskapargáfur
virðast sjaldan ganga beint í erfðir
frá foreldrum til barna. En hins
vegar virðist þó isem að sú gáfa og
ýmsar aðrar gáfur eða hneigðir til
vissra andlegra starfa haldist við í
sumum ættum, ekki mann fram af
manni, heldur komi fram af og til.
Það getur þess vegna vel verið nokk-
ur sannleikur í því, að hneigð fs-
lendinga til skáldskapar bæði fyr og
síðar sé að einhverju leyti arfur
frá hinum keltnesku forfeðrum
þeirra, sem eflaust voru miklu
hneigðari til skáldskapar og höfðu
frjórra ímyndunarafl heldur en hinn
norræni kynþáttur.
Menn þeir, sem settust að á ís-
landi, voru eflaust úrvalsmenn að
dugnaði, og ástæðan fyrir því að
þeir fluttust þangað var sú, að þeir
þoldu ekki ofríki konungsvaldsins.
Þeir voru menn, sem víða höfðu
farið og margt séð, þeir höfðu orðið
fyrir margskonar áhrifum á ferðum
sínum. Sennilega hefir þetta haft
mjög mikla þýðingu fyrir andlegt líf
þeirra og afkomenda þeirra. Jafn
viðburðaríkt og æfintýralegt líf