Hugur - 01.06.2004, Page 20
i8
Rökrœðan erprófsteinn skynseminnar'
sem bæði persónulegri reynslu og félagslegu umhverfi væru gerð viðunandi
skil. Eg held að þessi áhugi hafi sett mark sitt á skrif mín alla tíð síðan.
Eg gaf svonefndri „hagnýttri siðfræði“ lítinn gaum á námsárum mínum en
þegar ég fékk kennslu við heimspekiskor eftir að ég lauk námi var mér fljót-
lega falið að kenna heimspekileg forspjallsvísindi í hjúkrunarfræði. Þar fór ég
að kljást við siðfræðileg viðfangsefni á vettvangi heilbrigðisþjónustu og sá þá
að hann væri kjörinn til að tengja siðfræðina „siðferðilegri reynslu og ákvörð-
unum fólks“ sem ég hafði fram til þessa leitast við að gera á sértækari hátt
með fyrirbærafræðilegum aðferðum. Og með því að ástunda siðfræði af
þessu tagi á Islandi komst ég ekki hjá því að taka þátt í samræðum við heil-
brigðisstarfsfólk sem vann á vettvangi þar sem afdrifaríkar siðfræðilegar
ákvarðanir voru teknar daglega. Hér dugði mér því ekki að fjalla fræðilega
um tengingu siðfræðinnar við mannlífið heldur hlaut ég að greina þá teng-
ingu eins og hún birtist til dæmis í slíku starfi. Það er hagnýtt siðfræði og
hún er afar lærdómsrík. Ég lít því alls ekki svo á að „kenningasmíð innan sið-
fræðinnar sé til lítils nema til að fóðra hagnýtari, verklegri eða jarðbundnari
siðfræði með góðum hugmyndum“ heldur myndi ég nánast vilja snúa þess-
ari hugsun á haus: Einn af kostum jarðbundnari siðfræði er að hún getur
fóðrað fræðilegar kenningar og bætt þær í ljósi reynslu. Dæmi um slíkt í
mínu tilviki er einmitt grein um samræðusiðfræði Habermas („Diskurs im
Kontext", Moral im sozialen Kontext, ritstj. W. Edelstein og G. Nunner-
Winkler, Frankfurt: Suhrkamp 2000, s. 149-172; af íslenskum greinum
mætti nefna „Réttlæti og heimilisranglæti í ljósi samræðusiðfræðinnar", B
205-223) þar sem ég leitast við að þróa samræðusiðfræðina í raunhæfari átt.
Hagnýtt siðfræði er svelgur sem erfitt er að rífa sig frá eftir að hafa sökkt
sér ofan í hann eins og ég hef gert. Það er gríðarleg gróska á þessu sviði og
mikil þörf í samfélaginu fyrir heimspekilega hugsun um hagnýt úrlausnar-
efni. Samt sem áður hef ég að öllum líkindum varið meiri tíma til kennslu
og rannsókna á sviði bóklegrar en verklegrar siðfræði á síðustu árum. Náms-
lína í starfstengdri siðfræði er 30e viðbótarnám og hún hefur engu breytt um
það. Ég hef nýverið skrifað töluvert um siðfræðikenningar samtímans og við
mat á þeim tel ég að reynsla mín af hagnýtum viðfangsefnum komi að miklu
gagni. Ég hef hins vegar engan sjálfstæðan áhuga á kenningasmíð; ég hef
brennandi áhuga á tengslum teoríu og praxís, kenninga, aðstæðna og at-
hafna. Hugmyndir „fyrirbærafræðilegrar verufræði" varða þetta einungis að
því marki sem þær fela í sér gagnlega leið til að greina veruleikann en þær
mynda ekki undirstöður „normatívrar" siðfræði sem varðar öðru fremur rétt-
lætingu reglna, fyrirmæla og athafna sem og gagnrýna greiningu þeim.
/ grein sem pú skrifaöir um Siðferði og mannlegt eðli eftir Pál S. Ardal
gagnrýniröu höfundinn fyrir „aö ganga út frá hugmyndinni um lítt breytanlegt,
óagað tilfinningalíf mannskepnunnar sem hægt sé að lýsa án milligöngu pess
menningarbundna túlkunarkerfis sem paö er jafnan tjáð í. Tilfinningar okkar
mótast í félagslegu umhverfi" (B 97). Þti segir „tómt mál að tala um ástríöur
manna og tilfinningar úr tengslum viðpann vef merkingar sem spunninn er ífé-