Hugur - 01.06.2004, Page 29
,Rökrœðan erprófsteinn skynseminnar'
27
viðmiðunarhugmynd um æskilega skipan sem aldrei verður að veruleika má efast
um að einstœðirforeldrar, láglaunastéttir ogpolendur heimilisofheldis geti bundið
vonir sínar við pað að hin frœðilega hugsjón um samfélagssáttmálann verði ein-
hvern tíma að veruleika. Síðar í sömu grein segirðu frá pví að bandaríski heim-
spekingurinn Michael Walzer „bendir á að siðfrœðin geti gagnrýnt ósamrcemið á
millipeirra verðmæta sem haldið er á lofti ogpeirra sem samfélagið virðir í reynd.
Þetta er mikilvæg ábending, pví alkunna er að bilið er oft stórt á millipeirra hug-
sjóna sem samfélagið réttlætir sig með (svo sem ,manngildi ofar auðgildi) ogpeirra
sem virtar eru í reynd. “ (B 210) Hefurðu aldrei áhyggjur afpví að áherslan á hin-
ar jyrmefndu fógru viðmiðunarhugmyndir, sem menn viðurkenna jafnvel að séu
hlægilega óraunsæjar og verði aldrei raungerðar í samfélaginu, hafi pað í fór með
sér að talið beinist fyrst og fremst að fallegum hugsjónum um Jrjálsan markað,
kommúnískt blómaríki, ákjósanlegar samræðuaðstæður og samfélagssáttmála sem
breyta muni litlu til dæmis fyrir einstæða foreldra, láglaunastéttir og polendur
heimilisofbeldis á meðan að greining ápeim aðstæðum sem fólk býr við í raun falla
í skuggann af normatívri kenningasmíði heimspekingsins? Má ekki hugsa sér að
samfélagsgagnrýnin heimspeki sem leggur meiri áherslu ápað að greina raunveru-
legar aðstæður og „pau öfl sem ráða ferðinni í reynd“ (B 84) muni pegar upp er
staðið reynast gagnrýnni en sti heimspeki sem leggur áherslu á smíð óraunsærra
normatívra viðmiðunarhugmynda?
Ivitnaður kafli „Annaðhvort fást fræðimenn við að greina félagslegar stað-
reyndir og lýsa reglubundnum tengslum þeirra, eða þeir setja fram kenning-
ar um það hvernig samfélagslífið gæti orðið (normative theory). Hinir íyrr-
nefndu stunda vísindalegar rannsóknir á félagslegum fyrirbærum eins og þau
koma fyrir, en hinir síðarnefndu hugleiða kosti um æskilega skipan þeirra"
(B 56), er í greininni „Hvað eru gagnrýnin félagsvísindi?“ hafður til marks
um þröngan skilning félagsvísindamanna á hugtakinu „reynsluathugun" sem
er þá séð sem andstæða „normatívrar kenningar". Eg held því fram í þessari
grein að kenning Habermas falli niður á milli tinda þessarar tvíhyggjukvísl-
ar staðreynda og gilda. Eg vitna í framhaldið: „Gagnrýnir félagsvísindamenn
neita að velja á milli þessara afarkosta og benda á leið eða aðferð sem sé bet-
ur við hæfi í rannsóknum á félagslegum veruleika. Þessa leið kallar Haber-
mas sögulega ,endurmótun‘ (Rekonstruktion), en hún einbeitir sér að því að
varpa ljósi á þá rökvísi eða þau lögmál sem má greina í sögulegri framvindu.
Undir þessu sjónarhorni er leitast við að greina samhengi og stefnu þeirra
þátta sem mótað hafa samtíðina og þar með að afhjúpa þá möguleika á frek-
ari framvindu sem leynast í félagslegum aðstæðum. Söguleg greining af
þessu tagi krefst nákvæmra ,empírískra‘ rannsókna, en hún hvílir jafnframt á
kenningu um ,sögulega rökvísi* sem upphefur hinn skarpa aðskilnað stað-
reynda og verðmæta. Skýringin felst í því, að samkvæmt þessum hugsunar-
hætti er félagslegur veruleiki skilinn sem þroskaferli og greining á rökvísi
sögulegrar framvindu er greining á þroskasögu mannsins. 1 slíkri greiningu
tvinnast því saman rannsókn á því sem er eða hefur orðið og rannsókn á
möguleikum mannsins til þess að móta lífsskilyrði sín frekar, þ.e. á því sem