Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 56
54
Chantal Mouffe
áhrif margvíslegrar iðju sem gera það mögulegt að skapa lýðræðissinnaða
borgara. Spurningin er ekki um skynsamlega réttlœtingu heldur um að völ sé
á lýðræðislegu einstaklingseðli og sjálfsveru. Með því að leiða skynsemina til
hásætis leiða bæði rökræðu- og uppsöfnunarviðhorfin hjá sér það lykilhlut-
verk sem ástríður og tilfinningar spila í því að tryggja hollustu við gildi
lýðræðisins. Ekki verður litið framhjá þessu, og hefur það í för með sér að líta
verður spurninguna um lýðræðislega stöðu ríkisborgarans allt öðrum augum.
Arangurslausar tilraunir þeirra lýðræðiskenninga sem nú eru uppi á tening-
num til að ná tökum á spurningunni um stöðu borgarans eru afleiðing þess
að þær ganga út frá skilningi á sjálfsverunni sem álítur einstaklingana koma
á undan samfélaginu, handhafa náttúruréttinda, og annaðhvort hámarkandi
gerendur eða skynsamar sjálfsverur. Sjálfsveran er í öllum tilfeflum hafin upp
sem huglægt gildi, frá félags- og valdatengslum, tungumáli, menningu og
öllum þeim venjum sem gera athafnir mögulegar. Sjálf spurningin um til-
vistarskilyrði lýðræðislegrar sjálfsveru er útilokuð með þessari skynsamlegu
nálgun.
Ég held því fram að ekki sé hægt að leggja neitt af mörkum til að skapa
lýðræðissinnaða borgara með því að setja fram röksemdir um skynsemi fijáls-
lyndra lýðræðislegra stofnana. Lýðræðislegir einstakflngar verða fyrst mögu-
legir með ijölgun stofnana, orðræðna og lífshátta sem ala á samsömun við
lýðræðisleg gildi. Það er af þessum sökum sem ég tel tillögur málsvara rök-
ræðulýðræðisins gagnslausar, þó svo að ég sé sammála þeim um þörfina á
nýjum skilningi á lýðræðinu. Það er bráðnauðsynlegt að tefla fram keppinaut
gegn uppsöfnunarh'kaninu og þeim tæknibundna skilningi á stjórnmálum sem
það elur á. Það er dagljóst að með því að letja borgarana til virkrar íhlutunar í
rekstri stjórnkerfisins og með því að hvetja til einkavæðingar flfsins hafa tals-
menn þess flkans ekki tryggt þann stöðugleika sem þeir boðuðu. Ofgakennd-
ar útgáfur einstaklingshyggju sem ógna sjálfri samfélagsbyggingunni hafa náð
útbreiðslu. Hinar öfgarnar eru að fjöldi fólks, svipt möguleikanum á að sam-
sama sig verðugum skilningi á stöðu borgarans, leitar í auknum mæli í aðrar
tegundir hópsamsömunar sem oft á tíðum ógna þeim þegnlegu taugum sem
eiga að sameina lýðræðisleg stjórnmálatengsl. Vöxtur ýmissa trúarlegra, sið-
ferðilegra og etnískra bókstafskredda er að mínu mati bein afleiðing þess
lýðræðishalla sem einkennir flest frjálslynd lýðræðissamfélög.
Eina leiðin til þess að tækla þessi vandamál af alvöru er að sjá lýðræðis-
lega stöðu borgarans frá öðru sjónarmiði, sem leggur áherslu á ólíkar teg-
undir iðju en ekki tegundir röksemdafarslna. I Endurkomu hinspólitíska hélt
ég því fram að hugleiðingar Michael Oakeshott um borgaraleg tengsl í Um
mannlega hegðun ættu mikið erindi þegar rætt er um ólíkar pólitískar sam-
félagsgerðir samtíma okkar, og þau bönd sem sameina borgara í lýðræðis-
samfélagi, það sérstaka tungumál borgaralegra samskipta sem hann kallar
res publicaP En við getum líka þegið innblástur frá Wittgenstein, sem veit-
ir mikilvæga innsýn í gagnrýni á skynsemishyggjuna, eins og ég hef sýnt
23 Chantal Mouffe, The Retum of the Political, London, 1993, Kafli 4.