Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 218
2IÓ
Minna Koivuniemi
Að svo miklu leyti sem við skiljum að allir líkamar eru saman um eitthvað,
er hugur okkar frelsaður undan þeirri þráhyggju að hugsa um ytri hlut sem
einu orsök ástríðu okkar. Athafnamáttur líkama okkar er einnig aukinn, svo
hann valdi hrifum og verði fyrir hrifum á fjölmarga vegu. Það er gagnslaust
að verja athafnamætti okkar í að sölsa undir okkur eða eyða ytri hlut, þar eð
eitthvað sameiginlegt er, þegar allt kemur til alls, í mér og hinum ytri hlut,
sem ég lít á sem orsök ástar minnar eða haturs.
Að lokum er hins vegar mikilvægt að brýna að ástríðu verður ekki um-
breytt alfarið í skýra og greinilega hugmynd. Eitthvað einstaklingsbundið
situr eftir í viðhorfi Spinoza til hugsunar. Við getum ekki meðtekið að við
erum algjörlega eitt, þar eð við einfaldlega eigum ekki einvörðungu sameig-
inlega eiginleika. I beinu framhaldi af næstu tillögu brýnir Spinoza að „það
eru engin hrif sem við getum ekki myndað eitthvert skýrt og greinilegt hug-
tak yfir“.73 Það gengi í berhögg við grundvallarlögmál Spinoza, sem minnst
var á í upphafi þessa kafla, ef óvirkum hrifum mætti breyta alfarið í skýra og
greinilega hugmynd. Við getum ekki losað okkur alfarið við ástríður heldur
munum við ailtaf sjá hluti að nokkru leyti frá okkar sjónarmiði. Þess vegna
verður einstaklingseðli ekki haldið frá kerfi Spinoza.
Haukur Már Helgason þýddi
Heimildir
Allison, Henry 1987. Benedict de Spinoza: An Introduction. New Haven: Yale University
Press.
Alquié, Ferdinand 1981. Le rationalism de Spinoza. París: PUF.
Althusser, Louis 1993. L’avenir dure longtemps. París: Stock/Imec.
- 1988. „The Only MaterialistTradition, Part I: Spinoza“. Þýð.Ted Stolze, í (ritstj.) War-
ren Montag og Ted Stolze 1997.
Balibar, Étienne 1985. Spinoza et lapolitique. París: PUF.
Bennett, Jonathan 1984.^4 Study of Spinoza’s Ethics. Indianapolis: Hackett.
Curley, Edwin (ritstj. ogþýð.) 1994. A Spinoza Reader: The Ethics and otherworks. Prince-
ton: Princeton University Press.
- 1988. Behind the GeometricalMethod'. A Reading of Spinoza's Ethics. Princeton: Prince-
ton University Press.
Curley, Edwin og Pierre-Francois Moreau (ritstj.) 1990. Spinoza:Issues andDirection. The
Proceedings of the Chicago Spinoza conference. New York: Brill.
Damasio, Antonio 2003. Lookingfor Spinoza -Joy, Sorrow, and the FeelingBrain. Orlando
Florida: Harcourt.
Deleuze, Gilles 1988. Spinoza, Practicalphilosophy. Þýð. Robert Hurley. San Francisco:
City Light Books.
- 1970 Spinoza, Philosophiepratique. París: PUF.
- 1968. Spinoza et leprobleme de l’expression. París: Éditions de Minuit.
Della Rocca, Michael 1996. Representation and the mind-body problem in Spinoza. New
York: Oxford University Press.
73
EVP4C, áhersla mín.