Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 280
278
Ritdómar
aftur, greinar Atla Harðarsonar um
frjálsan vilja og Eyjólfs Kjalars Emils-
sonar um réttlætið í Ríkinu. Grein Atla
vil ég nefna því mér sýnist hann fjalla um
efnið eins og það kemur fyrir, hann rek-
ur efnið með röklegum hætti og gerir
það án þess að vísa (sí og æ) í aðra (sem
hugsanlega sögðu eitthvað um efnið sem
hægt er að fallast á eða verður að and-
mæla). Grein hans er að því leyti hógvær
og yfirlætislaus. Spurningin um hinn
frjálsa vilja mannsins er raunar gamalt
viðfangsefni og Atli tekur upp þráðinn
frá heilögum Ágústínusi, en virðist
spyrja spurningarinnar og vinna úr henni
með nýjum hætti.
Hin ritgerðin sem mér finnst líka
töluvert varið í er sem fyrr segir grein
Eyjólfs Kjalars. Hann virðist fást við það
sem hann nauðþekkir og með sama
áreynsluleysi og Atli rekur hann hug-
mynd Platons um réttlætið í Ríkinu.
Réttlætið hjá einstaklingnum er hlið-
stætt réttlætinu í ríkinu, það felur í sér
verkaskiptingu þar sem hver gerir það
sem honum hæfir. Eyjólfúr Kjalar spyr
sig hvort gera megi sambærilega grein
fyrir réttlætinu hjá einstaklingnum eins
og Platon gerir grein fyrir réttlætinu í
ríkinu - það endurspeglast í ríkinu og í
sál einstaklingsins; réttlætið líkist innri
verkum mannsins, því sem er hann sjálf-
ur og hans eigið. Það er eitthvað í sál sér-
hvers manns sem er hans eigið og vert er
að gefa gaum og huga að. Rt'kið er rit
sem allir heimspekinemar hafa lesið eða
munu lesa, þetta er sígilt heimspekirit og
með umfjöllun sinni tekst Eyjólfi Kjalar
að færa okkur nær Platoni (eða Platon
nær okkur).
Birna Bragadóttir
Myndberar gegn myndbijótum
Stefán Snævarr: Fra logos til mytos. Met-
aforer, mening og erkjennelse. Sokrates
2003.227 bls.
Tengsl myndhverfinga og þekkingar eru
megin viðfangsefni bókar Stefáns Snæv-
arrs, Fra logos til mytos, sem kom út hjá
Sókrates forlaginu í Kristiansand í fyrra.
Stefán fjallar um eðli myndhverfinga,
skilvitlega (kognitiv) virkni þeirra og
merkingu, samhliða því að skoða helstu
kenningar um efnið og setja fram eigin
hugmyndir þar að lútandi. Stefán telur
að svonefnd víxlverkunnarkenning
(interaksjonisme) Max Blacks gegni fykil-
stöðu á þessu sviði og aðrir sem fjalli um
efnið komist vart hjá að taka afstöðu til
hennar (19). Stefán vinnur sjálfur út frá
tveimur kenningum Blacks. I fyrri hluta
bókarinnar er fjallað um skilvitlegt hlut-
verk myndhverfinga en í þeim síðari er
vísað til hugmynda Blacks um að virkni
myndhverfinga svipi um margt til notk-
unar líkana í vísindakenningum.
Fyrsti kafli bókarinnar fjallar aðallega
um gagnrýni Blacks á svonefnda samlík-
ingarkenningu um myndhverfingar. I
síðari hluta kaflans fjallar Stefán um
víxlverkunarkenninguna og samlíkingar-
kenninguna útfrá mismunandi sjónar-
hornum. David Cooper, I.A. Richards,
Arthur Danto, Eileen Cornell Way,
Tamar Sovran, Sam Glucksberg, Eva
Feder Kittay, Nelson Goodman, Jerrold
Levinson og Andrew Ortony, eru meðal
þeirra sem koma við sögu. Skáldlegt eðli
myndhverfinga er viðfangefni annars
kafla, þar sem fjallað er um hugmyndir
Monroes Beardsleys og Pauls Ricoeur.
Stefán hafnar flestum hugmyndum Be-
ardsleys. Hann er sammála mörgu hjá
Ricœur en gagnrýnir hann þó fyrir
óskýra framsetningu og skort á dæmum
og skilgreiningum (67). Gagnrýni á hug-
myndir Donalds Davidson og Johns
Searle er meginviðfangsefni í kafla til-
einkuðum svokölluðum myndbrjótum
(ikonoklaster), en þeir telja að merking
myndhverfinga sé ekki skilvitleg. Komið
er við hjá Andrew Ortony, Þorsteini
Gylfasyni, Mark Gaipa og Robert
Scholes, Nelson Goodman, Michael
Dummett, Evu Kittay Feder og Ray
Gibbs í umfjöllun um þá kenningu Dav-
idsons að merking myndhverfinga felist
í bókstaflegri merkingu orðanna sem
mynda þær (69-79). Searle fær meðal