Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 126
124
Róbert Jack
Heimspekiástundun Epikúrosar helgast því af áhyggjum hans af hinstu rök-
um, frumspekilegum fyrirbærum eins og guðunum og dauðanum. Henni er
ætlað að vinna bug á þessum áhyggjum og styður um leið þann lífsmáta sem
hann telur bestan, en nánar um þetta segir hann:
Innantóm eru þau orð heimspekingsins sem veita ekki meðferð við
neinum mannlegum þjáningum. Því alveg eins og það er ekkert
gagn í læknisfræði sem ekki veitir meðferð við líkamlegum kvillum,
er ekkert gagn í heimspeki sem ekki upprætir þjáningar sálarinnar.16
Þannig má segja að hjá Epikúrosi sé heimspekin á algerlega meðvitaðan hátt
sett í þjónustu lífsins og frumspeki hans sé frumspeki fyrir lífið. Þótt sá sem
setur hana fram megi ekki ganga gegn betri vitund og reyna að telja sjálíum
sér og öðrum trú um fráleita speki, hlýtur hann að tryggja að hún samsvari
því lífsviðhorfi og þeim lífsmáta sem hann aðhyllist. Áhrifin geta þó vitan-
lega einnig verið á þann veginn að þróun heimspekinnar breyti ríkjandi lífs-
viðhorfi og þar með lífsmáta einstaklings.17
Dæmi um samræmi frumspeki, lífsviðhorfs og lífsmáta er sú hugmynd
Epikúrosar að guðina þurfi ekki að óttast því þeir hafi engan hag af því að
skipta sér af okkur. Þótt margir óttist guðina er það óþarfi, segir Epikúros,
því þeir eru fullkomnir og sem slíkir skortir þá ekkert sem þeir kynnu að
sækjast eftir hjá okkur mönnunum. Þar af leiðandi láta þeir okkur í friði.
Hins vegar kunnum við að hafa nokkurt gagn af þeim á þann hátt að við líkj-
um eftir háttarlagi þeirra, enda eru þeir fullkomnir og hljóta því að vera góð-
ar fyrirmyndir.18 Frumspeki sem lífsviðhorf (tilvist, fullkomleiki og afskipta-
leysi guðanna gagnvart okkur) og lífsmáti (áhyggjulaust líferni yfir inngripi
guða og eftiröpun lífshátta þeirra) helst hér í hendur og læknar þjáningar
þeirrar sálar sem óttast hefur guðina.
Varðandi stóuspekina má nefna upphafsmann hennar Zenon af Kitíon, en
hann var heiðraður af Aþenuborg um 40 árum eftir að hann stofnaði skóla
sinn, Stóu, með þessum orðum:
Zenon, sonur Mnaseasar af Kitíon, sem hefur í mörg ár búið í borg-
inni eftir háttum heimspekinnar, hefur ekki einungis sýnt af sér að
vera góður maður við öll tækifæri, heldur hefur hann sérstaklega -
með því að hvetja til ástundunar dygðugs og hófsams lífs - veitt því
æskufólki sem sótt hefur skóla hans innblástur til fyrirmyndarlífern-
is og hefur verið öllum til fyrirmyndar í lífsháttum sem voru ávallt í
samræmi við það sem hann kenndi.19
16 The Hellenisticphilotophen, 25C.
' Varðandi samband Ufsviðhorfs og h'fsmáta cr raunar óldeift að segja endanlega til um hvort kemur á
undan, ekki ósvipað vandanum um hænuna og eggið. Aðalatriði er að hugsa þetta sem þætti sömu
hcildar, líkt og viðhorf og gerðir, persónuleika og örlög.
18 Sbr. What is Ancient Philosophy?, bls. 121.
1' What is Ancient Philosophy?, bls. 100.