Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 59
Til varnar ágreiningslíkani um lýðrœði
57
ekki hvernig skuli uppræta vald, heldur hvernig setja skuli saman form valds
sem samræmist betur lýðræðislegum gildum.
Að gangast við grundvöllunareðli valdatengsla felur í sér að gefa upp á bát-
inn hugsjónina um lýðræðislegt samfélag sem uppfyllingu fullkomins sam-
hljóms eða gegnsæis. Lýðræðiseðli samfélagsins getur aðeins sprottið af
þeirri staðreynd að enginn takmarkaður aðili innan þess getur útnefnt sjálf-
an sig fulltrúa heildarinnar og gert tilkall til þess að hafa ‘náð tökum’ á
grunninum.
Lýðræði krefst því þess að hið algerlega tilbúna eðli félagslegra tengsla
finni sér uppbót í hinum algerlega pragmatíska grundvelli alls tilkalls sem
gera má til lögmæts valds. Þetta felur í sér að það er engin óbrúanleg gjá milli
valds og lögmætis — augljóslega ekki í þeim skilningi að allt vald sé sjálfkrafa
lögmætt, heldur í þeim skilningi að (a) ef einhverju valdi hefur tekist að
verða ofan á, er það vegna þess að lögmæti þess hefur verið viðurkennt ein-
hvers staðar; og (b) ef lögmæti hvílir ekki á a priori grundvelli, þá er það
vegna þess að það hvílir á einhverri tegund valds sem hefur náð árangri. Þetta
samband milli lögmætis og valds og sú forráðaskipan sem það felur í sér er
nákvæmlega það sem rökræðunálgunin lokar augum okkar fyrir með því að
gera ráð fyrir að einhvers konar skynsamleg röksemdafærsla sé möguleg, þar
sem valdi hefur verið útrýmt og lögmæti er grundvallað á skynseminni einni.
Nú þegar við höfum lagt hinar fræðilegu línur niður fyrir okkur á þennan
hátt getum við byrjað að smíða keppinaut við bæði uppsöfnunar- og rök-
ræðulíkanið, sem ég legg til að verði kallaður ‘ágreiningsfjölhyggja’.30 Til
þess að skýra þetta nýja sjónarmið sem ég set fram þurfum við fyrst að greina
á milli ‘stjórnmála’ og ‘hins pólitíska’. Með ‘hinu pólitíska’ á ég við þá fjand-
skaparvídd sem er mannlegum samskiptum ásköpuð, átök sem taka á sig
margar birtingarmyndir og koma í ljós í ýmsum gerðum félagstengsla.
Stjórnmál’ vísa hins vegar til þeirrar heildar athafna, orðræðna og stofnana
sem leitast við að koma á ákveðinni skipan og skipuleggja mannlegt samlífi,
en þær bera ávallt í sér fræ átaka vegna þess að þær eru undir áhrifum vídd-
ar ‘hins pólitíska’. Ég tel að það sé aðeins þegar við höfum viðurkennt vídd
hins pólitíska’ og skilið að ‘stjórnmál’ felast í því að spekja fjandskapinn og
að reyna að fjarlægja kveikiþráðinn úr þeim mögulegu átökum sem eru fyrir
hendi í mannlegum tengslum, sem við getum spurt þess sem ég tel vera
grundvallarspurningu lýðræðislegra stjórnmála. Þessi spurning, með leyfi
skynsemishyggjusinna, er ekki hvernig eigi að komast að samkomulagi án
útilokunar, því þetta myndi kalla á útrýmingu hins pólitíska. Stjórnmál miða
að því að skapa sameiningu við aðstæður sem einkennast af átökum og fjöl-
breytni; þau snúast ávallt um að skapa ‘okkur’ með því að akvarða þá.
Ágreiningsfjölhyggja’ eins og hún er skilgreind hér er tilraun til að framkvæma það sem Rorty myndi
kalla ‘endurlýsingu’ á grundvaUar sjálfs-skilningi hinnar frjálslyndis-lýðræðislegu stjórnskipanar, þar
sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að viðurkenna ágreiningsvíddir hennar. Það þarf því að grcina
hana frá notkun Johns Gray á sama orði til að lýsa dýpri andstöðu milli heilla lífsmáta, sem hann álít-
ur „þann dýpri sannleika sem ágreiningsfrjálslyndi er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um , John
Gray, Enlightenment's Wake: Politics and Culture at the Close of the Modem Age, London, 1995, bls. 84.