Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 83
Kant með (eða á móti) Sade
81
mannlega heild?), þá er lykilvísbendingin sem gerir okkur kleift að greina út-
línur „Sades í Kant“ fólgin í því hvernig Kant hugtekur sambandið milli
kennda (tilfinninga) og siðalögmálsins. Þó svo að Kant sé fastheldinn á hið
algjöra bil milli sjúklegra kennda og hinnar hreinu myndar siðalögmálsins,
þá er ein a priori kennd sem sjálfsveran upplifir óhjákvæmilega þegar hún
stendur frammi fyrir tilskipun siðalögmálsins, sársaukinn sem fylgir niður-
lægingu (stolt mannsins er sært, vegna hinnar „róttæku illsku“manneðlisins);
fyrir Lacan er þessi fríðindastaða sem Kant veitir sársaukanum, sem hinni
einu apriori kennd, nátengd hugmynd Sades um sársauka (að pynda og nið-
urlægja hinn, vera pyndaður og niðurlægður af honum) sem úrvalsleiðarinn-
ar að kynferðislegu yndi (röksemd Sades er vitaskuld að sársaukanum beri
æðra sæti en ánægju vegna þess hve hann endist - ánægja líður hjá meðan
sársauki getur varað allt að því endalaust). Þennan hlekk má styrkja enn frek-
ar með því sem Lacan kallar sadísku grundvallarórana: órar um annan,
himneskan líkama fórnarlambsins, sem pynda má takmarkalaust, en heldur
þó fegurð sinni, líkt og fyrir töfra sakir (sjá hina hefðbundnu sadísku mynd
af ungri stúlku sem stendur af sér endalausa niðurlægingu og písl frá vanheil-
um pyndara sínum, og kemst með einhverjum dularfullum hætti heil í gegn-
um það allt saman, á sama hátt og Tommi og Jenni og aðrar teiknimynda-
hetjur sleppa heilar úr hinum fáránlegustu raunum). Veita ekki þessir órar
hvatagrunninn að kantísku kennisetningunni um ódauðleika sálarinnar, sem
endalaust keppir að siðferðilegri fullkomnun: með öðrum orðum, er ekki
hinn órakenndi „sannleikur“ um ódauðleika sálarinnar einmitt andstæða
hennar, ódauðleiki líkamans, geta hans til að þola endalausan sársauka og nið-
urlægingu?10 Judith Buder hefur bent á að foucaultíski „líkaminn“, sem and-
spyrnustöð, sé ekkert annað en hin freudíska sál (psyche): með þverstæðu-
kenndum hætti er „líkami“ nafngift Foucaults á rú/ar-búnaðinum, að svo
miklu leyti sem hann þraukar gegn yfirráðum sálarinnar. Þegar Foucault í al-
kunnri skilgreiningu sinni á sálinni sem „fangelsi líkamans“ snýr á hvolf
hinni hefðbundnu platonsk-kristilegu skilgreiningu á líkamanum sem „fang-
elsi sálarinnar“, þá er það sem hann kallar „líkama“ ekki einfaldlega hinn líf-
fræðilegi líkami, heldur er hann í reynd þegar í greipum einhvers konar for-
huglægs sálarbúnaðar.11 Má því ekki segja að við hittum fyrir leyndan
umsnúning af sama toga hjá Kant, bara í gagnstæða átt, á sambandi líkama
°g sálar: það sem Kant nefnir „ódauðleika sálarinnar" er í reynd ódauðleiki
hins - himnesks, „ódauðs“ líkama'i
III
hdeð milligöngu þessa kjarnahlutverks sársaukans í siðferðilegri reynslu
sjálfsverunnar kynnir Lacan til sögunnar muninn á „framsetningarsjálfsveru"
10 c.,
j ^já nánar Zupancic, „Subject of the Law“.
Sjá Judith Butler, The Psychic Life o/Power (Stanford, Kaliforníu, Stanford University Press, 1997),
bls. 28-9.