Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 76
74 Þorsteinn Gylfason
siðfræði og stjórnspeki, réttlætingu frumhugtaka eins og réttinda og frelsis
og stað þeirra í lífinu. I veruleikanum. Þetta eru kaupin.
Hitt er kaupbætir að maður öðlast kost á sálufélagi við heilagan Tómas,
Descartes eða Kant. Og lærir svolitla hugmyndasögu. En stundum er eng-
inn leikur að glæða eða efla skilning stúdenta á þessum hinztu rökum þótt
þeir séu allir af vilja gerðir til að fræðast um stríð og frið eða ríkidæmi og ör-
birgð. Eða um þá Tómas, Descartes og Kant.
Ég hef skrifað þó nokkuð um líkingar, og næsta vetur á ég að taka þátt í
málstofu í íslenzku, hjá Bergljótu Kristjánsdóttur, um þær. Ég veit ekki hvort
ég hef mikið að segja sem bókmenntafræðingum þætti merkilegt um líking-
ar. Eg er hræddur um ekki þótt ég ætli að sjá til. Það þarf æran mann til að
afþakka samneyti við Beggu. En sannleikurinn er sá að ég hef alls ekki hugs-
að og skrifað um líkingar af neinum bókmenntalegum ástæðum, til dæmis
ekki vegna þess að ég hef stundum fitlað við kveðskap sjálfur. Eg hef áhuga
á þeim af þeirri einu ástæðu að mér virðast þær vera dæmi um sköpun. Sköp-
un er í flokki hinna hinztu raka.
Allt árið 2003 fékkst ég mest við smættir í vísindaheimspeki.32 Þær varða
meðal annars vísindatrú. En ég hugsa ekki um smættir vegna þess að þá geti
ég atazt í henni. Samt er vísindatrú afar mikilsvert málefni. Wittgenstein
hélt hún væri voðalegasti vandinn í allri okkar menningu á síðustu tímum.
Kannski eru orðin „saurgun þekkingarinnar" og „ofbeldi þekkingar eða raka“
heimssöguleg fyndni hjá Þórbergi. Við þetta bætist að ef einhver rauður
þráður er í íslenzkri heimspeki síðustu hundrað ára þá er sá þráður vísinda-
trú í einhverri mynd. Hjá Einari Ben, Agústi H. Bjarnasyni, Helga Pjeturss
og Sigurði Nordal. I andatrú, marxisma og mannbótafræði.
Eg hef ekki áhuga á smættum af því að ég vilji andæfa vísindatrú þótt það
væri sannarlega þarft verk. Eg glími við þær, eins og við líkingar, af því að
þær varða sköpun. I máli, mannlífi og öðru jarðlífi, í alheimi. Sköpun virðist
að ýmsu leyti ósamrýmanleg smættum. Ef mannsheilinn er bara tölva - sem
er ein smættarhyggjan um hann - virðist hann að einhverju leyti ekki vera
skapandi líffæri. Eins og ég sagði er sköpun í flokki hinna hinztu raka.
§14 Ósagt enn
Síðustu þrjátíu árin hefur heimspeki eflzt mikið á Islandi, með kennslu og
skriftum og stúdentalífi, eins og ég reyndi að lýsa lauslega í upphafi máls
míns. Þótt ég hafi átt svolítinn hlut að því veit ég, eins og ég er búinn að
kannast við, fátt um raunverulegan áhuga íslendinga á heimspeki í þessa þrjá
áratugi eða á okkar dögum. Ég veit ekki vel hvers eðlis hann er hjá starfs-
systkinum mínum, nemendum okkar, félögum í Félagi áhugamanna um
32 Þorsteinn Gylfason: „Vísindi, skuld og vals“ í Heimsfekimessu: Ritgerðum hatida Mikael M. Kar/ssyni
prófessor sextugum, ritstjórar Kristján Kristjánsson og Logi Gunnarsson, Háskólaútgáfan, Reykjavík
2003,105-122.