Hugur - 01.06.2004, Side 211
I kóngulóarvefnum
209
halda tilveru okkar og gengur það betur einn daginn, verr annan - með þessa
áfanga til hliðsjónar telur Spinoza að skýra megi öll hrif okkar. En hin mik-
ilvægasta staðreynd er óbreytt: hrif snúast íýrst og fremst um langandi eðli
okkar og breytingar á því.
Hins vegar, eins og við gerum okkur glögga grein fyrir, lítum við ekki á til-
finningar einvörðungu sem fyrirbæri í okkur, sem gefi til kynna langandi eðli
okkar, heldur virðast okkur þær beinast að tilteknum ytri hlutum og enn-
fremur h'tum við á þessa hluti sem orsakir tilfinninga okkar. Spinoza htur
h'ka svo á að hugmynd um ytri hlut sé tengd löngun okkar, gleði eða trega.
En meginspurningin sem Spinoza ætlaði sér að skýra er á hvaða máta hug-
mynd um ytri hlut tengist frumhrifum okkar. Svarið er að hún er aðeins
ófullkomin, eða eins og hann segir, ímynduð orsök hrifa okkar. Það er á
þessu stigi málsins sem við höfum vikið að annars stigs hrifningu. Macherey
gerir sér mat úr að munurinn á annars stigs og fyrsta stigs hrifningu er á sviði
formgerðar: „fyrsta stigs og annars stigs gerðir hrifningar eiga sér alltaf stað
samtímis [...] aðeins skynsemin fær aðskilið þær“.44
Um ímyndunarafl
Grunninn að sýn Spinoza á ímyndunaraflið má finna í seinni hluta Siðfræð-
innar. Þar hermir hann að
[...] sé mannslíkaminn hrifinn með hætti sem hefur með eðh ytri
líkama að gera, mun mannshugurinn líta svo á að þessi sami ytri lík-
ami sé í raun til, eða til staðar, þar til h'kaminn er hrifinn af hrifum
sem útiloka tilvist eða varðveislu þessa líkama.45
ímyndunarafl er vítt hugtak hjá Spinoza. Hann lítur á það sem fyrstu gerð
þekkingar, sem samanstendur, til dæmis, af skynreynslu og sögusögnum.
Þegar við ímyndum okkur verður líkami okkar annars vegar fyrir hrifum frá
ytri líkama (rúmhlut) og hins vegar lítur hugur okkar svo á að þessi ytri hlut-
ur sé til staðar, svo lengi sem hin líkamlega hrifning dvelst í okkur. Það er
ekki fyrr en önnur líkamleg hrifning kemur í stað hinnar fyrstu að hugurinn
ímyndar sér að hinn ytri hlutur sé til staðar. Vegna hins líkamlega upplags
hneigjumst við til að ímynda okkur á tiltekinn hátt. Þess vegna lýkur Spin-
oza máli sínu svo:
Svo við höldum hefðbundnu málsniði, skulum við nota orðasam-
bandið „myndir af hlutum“ (rerum imagines) yfir þá hrifningu
mannslíkamans er færir okkur hugmyndir um ytri líkama sem væru
þeir í nánd við okkur, eins þó þeir endurskapi ekki [...] sköpulag
44 Macherey 1998,131. Áherslur mínar. Þetta er afar mikilvæg athugasemd um stjórn hrifa.
45 EIIIP17.