Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 86
84
Slavoj Zízek
IV
Við nánari greiningu þyrfti maður að tengja hugmyndina um virðingu við
hugmyndina um geldingu: virðing er að endingu alltaf virðingfyrir geldingu
(Hins). Þegar við virðum aðra sjálfsveru gerum við það ekki fyrir tilstilli ein-
hvers framúrskarandi eiginleika þessarar sjálfsveru, heldur, þvert á móti, fyr-
ir tilstilli einhverrar grundvallarvöntunar sem skilgreinir sjálfa tilvist hennar
- „virðing“ þýðir að við höldum hæfilegri fjarlægð, að við nálgumst ekki hinn
um of: það er, ekki svo mikið að við leysum upp ásýndina sem hylur/umlyk-
ur vöntunina og gerir hana þannig bersýnilega. Til dæmis virðir maður föð-
ur sinn að svo miklu leyti sem maður tekur forræðistilkaU hans á orðinu, án
þess að eggja hann of mikið til að sýna yfirvald sitt í verki, þar eð maður veit
vel að þannig gæti maður ljóstrað upp um svikráð föðurins, staðreyndina að
yfirvald hans hylur grundvallargetuleysi. (Það er af þessari ástæðu sem
grundvallartilþrif hinnar virtu persónu, til að grafa undan virðingu annarra,
er opinberun vöntunar: sá fatlaði sýnir vanskapaðan, fatlaðan fótlegg sinn
o.s.frv.) Þeir menningarheimar sem krefja konur um að hylja sig með slæð-
um halda því fram, einmitt af þessari ástæðu, að þeir geri þetta af virðingu
fyrir konum; frá sjónarhóli íslamsks „bókstafstrúarmanns“ er það frjálslynd
vestræn menning sem kemur fram við konur af vanvirðingu, með því að bera
þær skömmustulaust sem viðfang kynnautnar ,..16
Með þetta að baklandi ætti maður að nálgast kantísku hugmyndina um
Achtung, virðingu fyrir Persónunni, Hinum, sem aldrei ætti að koma fram við
sem eintóma leið að marki. Þessi mál eru ónotalegri en þau gætu virst. Tök-
um til dæmis glæpamann sem myrðir aðra manneskju með hrottafengnum
hætti og af ásetningi; hvernig sýnum við honum tilskilda virðingu? Með því
að dæma hann og skjóta hann, þar sem þannig komum við fram við hann
sem frjálsa skynsemisveru; á meðan allt talið um áhrif félagslegra kringum-
stæðna sýnir „vanvirðingu" í hans( garð - það er, með slíku tali er ekki kom-
ið fram við hann sem frjálsan og ábyrgan aðila, heldur leiksopp félagslegs
gangvirkis. Sá siður okkar daga að sýna skilning og búa til fórnarlömb felur
þannig í sér langtum meira skeytingarleysi um mannlega reisn en hin kant-
íska-hegelíska hugmynd um verðskuldaða refsingu. (Hegel leiðir þetta til
röklegrar niðurstöðu með því að halda fram að morðinginn sjálfur, með
skilningsgetu skynssamrar frjálsrar veru, vilji refsingu sína: með því að refsa
honum komumst við einfaldlega að raun um hinn sanna skynsama Vilja
hans, sem hann gerir sér ekki grein fyrir ...) Hugmyndin um virðingu felur
þannig í sér klofning í virðingarþeganum, milli sviðs táknrænnar ímyndar
hinnar fullkomnu tilveru hans (frjálsrar veru sem hlýðir algildum lögum) og
veruleika raunverulegrar tilveru hans (viðurstyggilegs morðingja): eina ieið-
m til að sýna hinum virðingu er að mölbrjóta þennan veruleika raunverunn-
Á hínn bóginn getur stundum verið írjótt að lesa goðsagnir sem „sannar sögur“. Með þessu móti, lesi
maður goðsögn af algerum „realískum" barnaskap, kemur kjarni frásagnarinnar berlega í ljós.
Vitaskuld er köttur í sekknum: sjálfsvirðing konunnar er skilgreind út frá stöðu hennar innan skipta -
mynsturs venjubundins feðraveldis.