Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 208
200
Minna Koivuniemi
arástríður,28 en Spinoza telur að þrjár nægi til að skýra hrifalíf okkar. Svona
leggur hann fram hugmyndina um frumhrif:
Með gleði mun ég í því sem fylgir eiga við þá ástríðu sem hugurinn fer
um á leið til aukinnar fullkomnunar. Og með trega, þá ástríðu sem
hugurinnfer um til minnifullkomnunar. [...] Þar eftir hef ég útskýrt í
P9S hvað löngun er, og utan þessara þriggja viðurkenni ég engin
frumhrif. Því ég mun í því sem á eftir fer sýna að öll önnur rísa (or-
irí) af þessum þremur.29
Að minnsta kosti tvær áhugaverðar spurningar vakna: I hvaða skilningi eru
löngun, gleði og tregi frumhrif samkvæmt Spinoza? Og hvernig er hinum
hrifunum ætlað að leiða af þeim? Ólíkar túlkanir á málinu finnast. Wolfson
og Allison telja til dæmis að löngun, gleði og tregi séu öðrum hrifum fremri
í tímaröð eða sifjafræðilega. Samkvæmt þeim eigum við það til, eftir að hafa
orðið fyrir hrifum af hlut, að elska eða hata tiltekna hluti vegna þess að þeir
líkist hinum fyrstu. En það þarf ekki að skýra muninn á frumhrifum og öðr-
um hrifum með tímaröð eða sifjafræðilega. Fyrst og fremst eru hrif breyting-
ar innra með okkur sem eiga sér stað þegar við kappkostum að viðhalda til-
vist okkar. Hugmyndir um ytri hluti eru tengdar ástríðum okkar en
samkvæmt Spinoza eru þær einungis ímyndunar- eða hlutorsakir hrifa okk-
ar. Ast og hatur eru, í fyrsta lagi, afleiðingar af viðleitni okkar til að efla veru
okkar. Ytri hlutir eru ekki, sem slíkir, orsakir ástar okkar og haturs, heldur
elskum við þá eða hötum þar eð þeir auka á eða draga úr kappkostun okkar.
Löngun
Hvers vegna skyldi maður nota hugtakið kappkostun hér? Almennt lítur
Spinoza svo á að „kappkostun sérhvers hlutar að viðhalda tilvist sinni sé ekk-
ert annað en hin raunverulega uppistaða hlutarins“.30 Þegar þessi kappkost-
un „er einungis tengd huganurrí',31 lítur Spinoza á hana sem vilja, en kallar
það lyst „þegar hún tengist bæði huganum og líkamanum“.32 Þessi lyst er
eðli mannsins. Spinoza staðhæfir:
Þessi lyst er þannig hvorki meira né minna en eðli mannsins, og af
henni leiða nauðsynlega þeir hlutir sem eru varðveislu hans til
stuðnings. Og þannig er manninum áskilið að gera þá hluti.33
28 Kenningu Descartes um ástríður er einkum að finna í Les fassions de l’áme (1649, Ástríður sálarinn-
ar). I grein 69 skoðar hann grundvallarástríðurnar furðu, ást, hatur, löngun, gleði og trega.
29 EIIIPllS.
30 EIIIP9.
31 Sama S.
32 Sama.
33 Sama.