Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 129
Heimspeki og sjálfshjálp
127
Urn sínum, kemur fram að hann metur sálina langtum meira en líkamann
Sern hann telur raunar h'tið annað en fangelsi sálarinnar. I Fædoni sjáum við
þetta viðhorf endurspeglast í yfirvegun hans frammi fyrir dauðanum og
fögnuði yfir þ ví að fá nú að losna úr fangelsi líkamans. Einnig sjáum við það
^ fmdrykkjunni í lýsingunni á skeytingarleysi hans um klæðnað sinn og út-
lit, 0g í áhugaleysi hans á líkamlegu samneyti við hinn fagra Alkibíades sem
þó gerir allt sem í hans valdi stendur til að koma Sókratesi til við sig.
Til vitnis um veiðimennsku Sókratesar í hlutverki sínu sem heimspekings
°g viðleitni hans til að snúa mönnum til umhugsunar um sjálfa sig og betri
' naðar má benda á eftirfarandi orð hershöfðingjans Nikíasar í samræðunni
Lpkkes. Þar kemur einkar vel fram hvernig veiðimaðurinn Sókrates fangar
v*ðmælanda sinn í net sitt og knýr hann til umhugsunar um grunnspurn-
'ngar um lifnað:
Veistu ekki að hver sá sem nálgast Sókrates og stofnar til samræðu
við hann, jafnvel þótt hann hefji að tala um eitthvað allt annað, finn-
ur samt hvernig hann er leiddur um í hring eftir hring, þar til að því
kemur að hann þarf að standa skil á sjálfum sér, á því hvernig hann
lifir lífi sínu núna og á því hvernig hann hefur lifað því til þessa, en
Sókrates lætur hann ekki lausan fyrr en allt það hefur verið skoðað
út í hörgul. [...] Sá sem ekki hleypur á brott frá þessu mun óhjá-
kvæmilega verða hyggnari í lífi sínu eftirleiðis. (187e-188b)26
°ks má nefna viðhorf það sem fram kemur í tíundu bók Ríkis Platons þar
,Sern segir frá ferðalagi sálar Ers Armeníossonar eftir líkamsdauðann um
andanheima. Að því kemur í sögunni að sálirnar í handanheimum eiga að
Velja sér næstu ævi sína og þá segir Sókrates: „Hér [...] er þá meginhættan
Sern naanninum er búin, að því er virðist. Af þessum sökum verður hver og
einn okkar að leggja annað nám til hliðar og einbeita sér að rannsókn og
nanai í þeirri grein sem gerði honum kleift að þekkja og finna þann mann
Se,n Veitir honum getu og skilning til að greina í sundur gott líf og illt og
Ja ætíð og hvarvetna hið betra eins og hægt er.“ (618b-c)27 - Spurningin
Urn hvað sé gott líf og viðleitnin til að lifa þannig lífi skal því hafa forgang.
./vr framansögðu virðist mér ekki hjá því komist að líta á þá viðleitni sem
e'nkennir sjálfshjálparfræðin, viðleitnina til að finna viðhorf sem vert er að
^ a eftir og leitast við að lifa eftir því, sem mikilvæga viðleitni í fornaldar-
nnspeki, jafnvel sjálfa grunnviðleitni hennar. Fornaldarheimspekingar líta
kremilega á heimspeki sem spurningu um lífsviðhorf, sem um leið mótar
smáta þess sem heimspekina stundar.
26 Því-
f ing min byggist á enskum þýðingum í What isAncient Philosophy?, bls. 28, og The Collected Dia-
£&« ofPlato, þýð. Benjamin Jowett, Princeton University Press, 14. prentun 1989, og einnig þýskri
27 ^riedrichs Schleiermacher í Plato - Sámtliche Werke 1, Rowohlt 1957.
^ý ing Eyjólfs Kjalars Emilssonar í Platon, Rtkið, Hið íslenska bókmenntafélag 1991.