Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 109
Gagnrýni Nietzsches áplatonska frumspekihefö
107
Einmitt í ljósi þess hversu vestræn hugmyndasaga hefur einkennst af ríkri
tilhneigingu til að líta á konur fyrst og fremst sem „kyn“ (á meðan karlinn
heíur verið ,,maður“) orkar heimspeki um hina jákvæðu þætti kvenleikans í
kenningum þeirra beggja tvímælis. Hún á þannig þátt í að viðhalda (jafnvel
þótt það væri fjarri yfirlýstum ásetningi Derrida) viðhorfi til kvenna sem
kvenfyrirlitning hefur alið á. Ef maður hugsar áfram á þessum nótum gæti
maður sagt að allt tal Nietzsches um fæðingu í hinni díonýsísku listaheim-
speki sé tjáning á einhvers konar „leg-öfimd", svo gripið sé til frasa úr sál-
gteiningarfræðum. Ef við notum þetta hugtak án þess að skilja það bókstaf-
iega og sem líkingu mætti segja að leg-öfund fælist í því að vera haldinn
öfund og ósk um að vilja komast yfir það vald kvenna yfir lífi sem þær hafa
í krafti þess að ganga með og ala börn. Ein leið til að gera það er að færa
það vald yfir á iðju sem karlar væru færir um, eins og t.d. list. Að stunda
keimspeki á listrænan hátt merkir einmitt samkvæmt Nietzsche að skapa
eitthvað á öflugan hátt líkt og um meðgöngu og barnsburð væri að ræða.
i'æðingin tákngerir sköpunarkraft hins díonýsíska heimspekings sem getur
umbreytt gildum og skapað eitthvað nýtt.
Hér tekur Nietzsche upp heimspekilegt stef sem er í senn fornt og nýtt. Só-
Hates líkti heimspekingnum við ljósmóður sem aðstoðar við að fæða hugsan-
lr- Sýn Sókratesar á fæðingu er þröng á þann hátt að hann einblínir á þessa
einu hfið hennar. Um miðja 20. öld setti Hannah Arendt fram kenningu um
feðingu sem myndhverfmgu fyrir sköpun hins nýja til að andmæla einstefnu-
kenndri „dauðablætisdýrkun",59 sem hefitr einkennt heimspeki frá dögum
Sókratesar og Platons allt til heimspeki Heideggers.60 Fæðingin tákngerir
þann eiginleika að opna sig fyrir og vera viðbúinn að taka við hinu nýja. Ni-
ct?-sche sjálfur dregur engar siðferðilegar ályktanir af göfgun sinni á fæðingu.
Eæðingin tákngerir einungis sköpunarþrá og -kraft. Hann er blindur á önn-
Ur jafn mikilvæg atriði sem tengjast fæðingu og sem hafa auk þess dýpri sið-
ferðilega þýðingu eins og umhyggju, velferð og mannleg tengsl.61 Jafnvel þótt
þessa þætti vanti í skilning Nietzsches á fæðingu þarf það ekki að gera minna
Ur þeim atriðum hennar sem hann taldi mest um verð. Að skilja lífið á dí-
°nýsískan hátt sem hringrás lífs og dauða er tilvistarleg áskorun um að lifa líf-
lnu á skapandi hátt og að virkja þann sköpunarkraft sem býr í manni. Að vera
^kapandi merkir fyrst og fremst að vaxa upp úr gildismati og hugsjónum sem
alda aftur af vaxtar- og þroskamöguleikum mannsins. Siðferðileg gildi sem
dauðablætisdýrkun er átt við þá tilhneigingu innan heimspekinnar til að gera dauðann að því at-
dði í mannlegu lífi sem ljáir því mesta merkingu. Sjá JefFMalpa og Robert Solomon, Death and Phi-
60 l°sophy, London: Routledge, 1998.
Hannah Arendt, The Hutnan Condition. (sjá einkum kafla V, „Action"), Chicago: The University of
61 ChicagoPress,1958.
. Srundvelli neikvæðrar afstöðu sinnar til kristilegs siðferðis sem hann átaldi fyrir að vera samúðar-
siðferði er Nietzsche tortrygginn í garð fyrirbæra eins og umhyggju, sem er náskyld samúð. Hann
skortir skilning á hinum jákvæðu og uppbyggilegu hliðum umhyggju. Einnig verður að hafa hugfast
að siðfræði Nietzsches um siðferðilegan þroska einskorðast við einstaklinginn. Það vantar að mestu í
hana atriði eins og umhyggju fyrir öðrum og að láta hugsa um sig, svo aðeins séu tíndar til siðferði-
legar víddir fyrirbæris eins og fæðingar.