Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 289
Ritdómar
287
máli. Hér er á ferðinni tilvalið lesefni
fyrir áhugafólk um heimspeki og ágætur
inngangur handa nemendum í þessari
fræðigrein.“ Þetta er allt hið best mál, en
spurningin er náttúrulega: Hvernig
stendur bókin við þessi fögru fyrirheit?
Og svarið er, því miður, á köflum ekki al-
veg nógu vel.
I fyrsta lagi eru samræðurnar mjög
misgóðar sumar lifandi og fræðandi,
aðrar allt að því hreinlega leiðinlegar.
Þetta endurspeglar ef til vill bara minn
smekk og þá staðreynd að sumir eru
góðir viðmælendur, en aðrir ekki. Öllu
verra er þó að Magee á það til að tala allt
of mikið sjálfur og hleypir viðmæland-
anum varla að nema til að jánka eða
neita. Slíkar samræður þóttu mér ver-
star, því ég hef meiri áhuga á því að
heyra sjónarmið viðmælandans, sem
iðulega hefur sérhæft sig í umræðuefn-
inu. Mér finnst að Magee ætti að vera í
hlutverki spyrjandans og fá viðmæland-
ann til að tjá sig um efnið og halda hon-
um við efnið. Einnig er oft farið á
hundavaði yfir efnið og bara rétt stiklað
á því allra stærsta svo samræðurnar
verða ómarkvissar og lítt upplýsandi.
I öðru lagi getur bókin ekki talist
sjálfstætt inngangsverk að heimspeki,
því oft koma fyrir heimspekileg tækni-
orð án nokkurrar frekari útlistunar eða
skýringar. Stundum fylgir enska orðið
með í sviga og er það til bóta, en oftar
stendur þýdda orðið eitt og sér. Ég hefði
viljað fá nánari orðskýringu, helst neð-
anmáls (eða aftanmáls). Verki eins og
þessu hefði sómt að sýna sömu sæmd og
lærdómsritum Hins íslenska bók-
menntafélags þar sem nóg er af skýring-
um neðan- eða aftanmáls og yfirleitt
langur og ítarlegur inngangur eða eftir-
máli. Ennfremur hefði verið fengur í ít-
arlegri greinargerð um þann heimspek-
ing (eða þá heimspekinga) sem til
umræðu er í hvert skipti. Magee segir
lauslega frá þeim í innganginum að
hverri samræðu, en betur má ef duga
skal. Sérstaklega sakna ég lista yfir
helstu bækur og upplýsinga um það
hverjar þeirra eru til í íslenskri þýðingu,
oftast einmitt sem Lærdómsrit.
Einnig sakna ég smá inngangskafla um
hvern af viðmælendunum; ég kannast nú
við flest nöfnin en nokkrar línur um
hvern og einn hefðu verið vel þegnar. Þar
hefði mátt segja aðeins frá þeim og ævi-
starfi þeirra og tilgreina helstu bækur
þeirra, sérstaklega ef eitthvað hefiir verið
þýtt eftir þá á íslensku. Einnig væri vel til
fúndið að minnast á hvaða rit það eru
sem gera þessa viðmælendur að sérfræð-
ingum á því sviði sem til umræðu er. Til
dæmis er nefnt að Bernard Williams sé
höfiindur einnar af þekktustu bókunum
um Descartes, en ekkert meira sagt um
það og á það sama við um J.P. Stern og
bók hans um Nietzsche. Vel hefði til
dæmis verið við hæfx í svona inngangs-
kafla að nefna að Peter Singer sé einn af
helstu talsmönnum dýrasiðfræði, þó að
það komi umræðuefni bókarinnar
kannski harla lítið við. Ennfremur hefði
stuttur kafli um Magee sjálfan verið vel
þeginn. A allnokkrum stöðum er vitnað í
frumtexta. Ég hef skilning á því að í sjón-
varpsþáttum sé ekki hægt að birta ná-
kvæma vísun, en öðrum máli gegnir með
heimspekirit þar sem gert er kröfii um að
nákvæm vísun í frumtexta fylgi. Til
dæmis er strax í fyrstu samræðunni (við
Burnyeat um Platon) vitnað orðrétt í
Platon (25), en þess er ekki getið hvar
þessi orð er að finna. Sama á við í síðustu
samræðunni (við Searle um Wittgen-
stein) þar sem vitnað er á nokkrum stöð-
um í Rannsóknir í heimspeki án frekari
vísunar (t.d. á bls. 341 og 350). Eg skil
svo sem að í alþýðlegu riti séu óþarflega
margar vísanir ekki heppilegar, en hvað ef
umræðan kveikir áhuga og lesandinn vill
kanna máhð nánar sjálfur?
Það sem fór þó hvað mest í taugarnar á
mér var hvað þýðingin ber oft óþarflega
sterkan keim af mæltu ensku máli og er
því á köflum fjarri góðu íslensku máh.
Sumar setningarnar var auðveldara að
skilja með því þýða þær aftur yfir á ensku
í huganum en með því að lesa íslensku
þýðinguna. Stundum eru ensk orðtök