Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 75
Ahugifáeinna Is/endinga á heimspeki
73
inn af þessari hefð, sem Sigurður og Þórbergur voru þó alveg ósnortnir af, er
hin skamma saga mannbótafræðinnar í landinu, til dæmis í Vandamálum
mannlegs lífs I—II eftir Agúst H. Bjarnason30 frá stríðsárunum og Mannbót-
um Steingríms Arasonar frá 1948.
Svo vill til að Gagnfræðaskóhnn við Hringbraut, sem varð til þess óviljandi
að ég las Gátur heimspekinnar eftir Russell, verðlaunaði mig eftir ungbnga-
próf um vorið með Mannbótum Steingríms. Þar las ég meðal annars að Els-
worth Huntington, prófessor á Yale, segi í bók sinni The Character of Races
að kynstofn Islendinga hafi verið úrval þegar fyrir landnámstíð. „Hér við
bætist sú skoðun Huntingtons,“ segir Steingrímur, „að íslenzkt loftslag sé hið
ákjósanlegasta til mannbóta... [Til] andlegra starfa telur hann beztan 40°
hita á fahrenheit, eða tæp 5° á selsíus, en það er ekki fjarri meðalhitanum í
Reykjavík.“31 Hér skellti þrettán ára strákur upp úr.
Má ég heldur biðja um hin hinztu rök þótt það sé að sjálfsögðu leikur einn
að gera þau hlægileg líka.
§13 Hinztu rökin aftur
Eg hef getað talað hér um hin hinztu rök eins og ekkert sé, þó að ég hafi að
yísu nefnt fáein dæmi þeirra: alheim og veruleika, sýnd og reynd, að þekkja
°g að vita. Eg er ekki viss um að íslenzku orðin „hin hinztu rök“ verði þýdd
á ensku með góðu móti. Ef ég talaði um „the ultimate grounds of existence“
mundi hver einasti enskumælandi maður spyrja hvað í ósköpunum ég ætti
við. Þjóðverja mundi kannski ekki svelgjast á orðunum „Urgrunde des
Seins". En mig grunar að hann mundi skilja þau einhvern veginn allt öðru
vísi en við skiljum „hin hinztu rök“ vandræðalaust.
Eg held að íslenzkir heimspekingar í samtímanum mundu flestir hika við
að nota orðin „hin hinztu rök“ um efni fræða okkar. Eg líka við venjulegar
aðstæður. En samt verð ég að kannast við að eina heimspekin sem skiptir
nrig máh er, eins og fyrir næstum fimmtíu árum, sú sem glímir við hin hinztu
rök.
A vormisseri 2004 hélt ég málstofii um þjóðarétt Johns Rawls. Nú hef ég
áhuga á heimsmálunum eins og hver annar. Ég hef lagt mig ofurlítið eftir
retti stríðs og friðar og lesið mér til með hryllingi um örbirgð, fáfræði, hung-
Ur og sjúkdóma víða um heim. Samt finnst mér annað en allt þetta skipta
roestu: það er glíma Rawls við að finna mannréttindum stað í veröldinni án
þcss að gera þau að guðs gjöfum eða náttúrlegum réttindum. Sú ghma skipt-
rr mig ekki mestu vegna þess að með þessu móti markar Rawls sér sérstakan
^ás í hugmyndasögunni, en sá sögulegi bás held ég að sé mikilsvert hugðar-
efni hans. Heldur vegna hins að þar glímir Rawls við hin hinztu rök allrar
Ágúst H. Bjarnason: Vandamál mann/egs lifs I—II, Fylgirit með Árbók Háskóla íslands 1937-1938 og
3i 1938-139, Reykjavík 1943-1945.
Steingrímur Arason: Mannbœtur, ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1948, 22.