Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 291
Ritdómar
289
hvort ég var ánægðari með að hann væri
loks farinn að kynna sér heimspeki eða
að svo veglegt rit um heimspeki væri
loks gefið út á íslensku, en ég man að ég
varð hálfhissa, eftir að hafa spurt pabba
hvað honum fyndist um verkið, hversu
þurr viðbrögð hans voru. „Hann minnist
ekkert á Wolff', var það eina sem hann
sagði, eins og það væri persónuleg árás á
mig sem áhugmann um Wolffíska heim-
speki að honum væri sleppt. Eg leit
snöggt á efnisyfirlitið og svaraði pabba
því að ég tæki þetta nú ekkert nærri mér,
rökhyggju nýaldar væri gerð skil með
þremur heimspekingum og líklega væri
það nóg hér. Ég var sem sagt farinn að
verja þetta verk Magees töluvert áður en
ég tók að mér að skrifa þennan ritdóm -
og raunar áður en ég las það.
Athugasemd föður míns snertir þó
nokkur atriði sem vert er að skoða nán-
ar. Þrátt fyrir að ég hafi sagt honum að
ég tæki þetta ekkert persónulega, þá
vakti þetta upp hugleiðingar sem hafa
verið að blunda í mér undanfarin ár um
hvernig eigi að skrifa sögu heimspekinn-
ar, hvort sem það er í heild, eins og í
þessu tilfelli, eða um einstaka þætti
hennar. Það er nefnilega furðulega lítið
fjallað um heimspeki heimspekisögunn-
ar innan fagsins. Allir þeir sem taka próf
í heimspeki þurfa að taka söguleg nám-
skeið og fletta upp í sögulegum ritum, en
þess er aldrei krafist að þeir taki heim-
spekilega afstöðu til sögu heimspekinn-
ar. Þeim sem kynnu að hafa áhuga á því
standa ekki einu sinni til boða námskeið
í henni. Og hvort sem það er afleiðing
eða orsök þessa ástands þá er nánast
ekkert skrifað um hvernig eigi að íjalla
um sögu heimspekinnar. Þetta er sér-
staklega skrítið þar sem hún er stór hluti
starfs flestra starfandi heimspekinga. I
raun og veru minnir þetta ástand mig
dálítið á kynlíf unglinga. Allir gera það,
en vita varla hvers vegna - og sjá að lok-
um hálfpartinn eftir því að hafa látið
leiðast út í það. Stundum er eins og
heimspekisöguritun sé einhvers konar
bölvun sem fylgir starfinu. Mér fmnst
þetta afar undarlegt þar sem maður þarf
ekki að líta lengra en til sögu vísindanna
(sem hafa nú ekki verið skilin frá heim-
spekinni lengi) til þess að kynnast öðru
sjónarhorni. Ég var til dæmis nýlega í
Éeneyjum á ráðstefnu ásamt öðrum ung-
um fræðimönnum þar sem ég hitti fyrir
vísindasagnfræðinga sem veittu mér
nokkra innsýn í það hversu blómlegt
starf þeirra væri. Það þykir ekkert til-
tökumál að fólk sem lýkur grunnnámi í
raunvísindum Ijúki framhaldsnámi í vís-
indasögu og helgi starf sitt sögu sinnar
greinar. Sumir vísindasagnfræðingarnir
höfðu reyndar lokið námi í heimspeki,
en vildu ekki kenna starf sitt við sögu
heimspekinnar þar sem þeir væru þar
með að fórna atvinnumöguleikum. Ég
túlkaði að minnsta kosti vorkunnarsvip-
inn sem birtist í andlitum viðmælenda
minna þannig er ég gaf mig út fyrir að
vera /6<?z7?z.sý>fWsagnfræðingur.
En aftur að Sögu heimspekinnar eftir
Magee. Ég skal gjarnan viðurkenna að
ég á dálítið bágt með að gagnrýna þetta
verk af a.m.k. þremur ástæðum. I fyrsta
lagi vegna þeirra viðbragða minna að
samgleðjast einfaldlega þeim sem hafa
komið að þessu verki - og þá auðvitað
sérstaklega íslenskum búningi þess. Eftir
því sem ég fæ best séð þá er þýðing
Róberts Jack sérstaklega vönduð, til-
gerðarlaus og samræmd án þess að falla
nokkurn tíma í þá gryfju að verða ein-
tóna og tilþrifalaus. Um framsetningu
verksins mætti einnig rita langt mál.
Uppsetning og prentvinna með því besta
sem maður hefur séð. Þeir sem hafa
kynnst heimspeki á íslensku í gegnum
Lærdómsrit bókmenntafélagsins verða
væntanlega hálf feimnir við að hafa
svona verk í höndunum. Ég vildi til
dæmi óska að ég hefði haft aðgang að
þessari bók þegar ég fékk áhuga á heim-
speki í menntaskóla. Hún er reyndar svo
skýr í framsetningu að ég gæti vel trúað
því að skarpir grunnskólanemendur hafi
full not og gaman af henni. En það er
ekki þar með sagt að hún sé barnaleg.
Annar markhópur sem hún á fullt erindi