Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 104
102
Sigriður Þorgeirsdóttir
ir ráð fyrir. Það merkir í ljósi fyrirbærisins sem hér um ræðir að sýna og að
hylja á sama tíma.41
Að sigrast áfrumspeki: Nietzsche, Derrida og Heidegger
Tvíræðni hjúpunar og afhjúpunar er einnig aðalatriði í túlkun Derrida. í
Sporum skrifar hann: ,,‘Sannleikurinn’ væri aðeins yfirborð, hann getur ekki
orðið djúpur, hrár, eftirsóknarverður sannleikur nema fyrir tilstilli blæju sem
fellur yfir hann.“42 Með hugmynd sinni um konuna sem ekki-sannleika
sannleika gengur Derrida skrefi lengra með sannleikshugtak Nietzsches.
Markmið túlkunar hans er að sýna að megineinkenni heimspeki Nietzsches
sé misleitni, að þetta sé heimspeki sem hafi enga þungamiðju eða byggi ekki
á grunni sem gæti verið nokkur konar arkimedískur punktur fyrir megin
kenningar hennar.43 Þessari túlkun er ögrað af hinu díonýsíska eins og það
birtist í myndinni af Baubo. Ef hið díonýsíska er leiðarstef síðheimspekinn-
ar má æda að Nietzsche hafi ekki tekist að sigrast á hefðbundinni frumspeki
eins og hann ætlaði sér. Það er einmitt skoðun Heideggers í einni þekktustu
Nietzsche-túlkun 20. aldar.44 Derrida ætlar sér með sinni túlkun að vísa
skilningi Heideggers á bug, en samkvæmt Heidegger er hið díonýsíska lífs-
lögmál ekki annað en umsnúinn platonismi. Heidegger fúllyrðir að í viðleitni
sinni til að hafna hinni platonsku fordæmingu á líkama, sýnd og blekkingu
hafi Nietzsche einungis upphafið hið fordæmda og gert það að grunni sinn-
ar eigin heimspeki. Nietzsche á þannig að hafa skipt sýnd út fyrir veru, lygi
fyrir sannleika, líkama fyrir sál. Hinir jarðnesku og veraldlegu þættir lífsins
verða samkvæmt túlkun Heideggers að nýjum grunni náttúrulegrar frum-
speki Nietzsches. (Það er líklegt að Habermas sé undir áhrifum af þessari
túlkun Heideggers í viðleitni sinni til að sýna fram á andskynsemishyggju í
heimspeki Nietzsches.)
Það er rétt hjá Derrida að hafna hinni heideggersku túlkun á Nietzsche
41 I þessari umQöllun um listina birtist skyldleiki Nietzsches og listaheimspekinga sem voru undir áhrif-
um af rómantísku og síðrómantísku hefðinni, eins og Schelling og Schopenhauer. Þeir voru þeirrar
skoðunar að grunnur h'fsins væri hryllingur eða blindur iífsvilji. I Faðingu harmleiksins voru áhrif þess-
ara heimspekinga mun greinilegri vegna þess að þar lagði Nietzsche megin áherslu á hvernig listin
mildi hin nakta, óhugnanlega, harmræna sannleika h'fsins. I síðari verki sínu hefur hann fjarlægst
þessa afstöðu sem honum finnst vera svartsýnisleg í anda Schopenhauers, (sbr. nýjan formála, „Til-
raun til sjálfsgagnrýni", að annarri útgáfu harmleikjaritsins sem hann skrifaði 1886, sama ár og hann
skrifaði um Baubo). I samhengi síðverksins er lögð megin áhersla á að hstin tjái h'fið á þann hátt að
það hafi hvetjandi áhrif á lífsviljann. Forngrikkir voru betur færir um það en flestir. Þess vegna lýkur
lýsingunni á Baubo í formála Hinna kátu vtsinda með þessum orðum: „Ó þessir Grikkir! Þeir kunnu
að lifa: og til þess að gera það verður að hafa hugrekki til að halda sér við yfirborðið, hrukkuna, húð-
ina, að dýrka sýndina, ... að trúa á form, tóna, orð, ahan Ólympusartind sýndarinnar! Þessir grikkir
voru yfirborðslegir - vegna þess að þeir voru djúpir."
42 Jacques Derrida, Sporar, 46-47.
43 Spurningin um hversu mikið Derrida kýs að líta framhjá því að hið díonýsíska h'fslögmál er leiðarstef
í síðheimspeki Nietzsches krefst lengri umfjöhunar sem fer út yfir ramma þessarar greinargerðar.
Markmið hennar er einungis að nýta sér túlkun Derrida að því marki sem hún varpar ljósi á kven-
ímyndir í frumspeki- og sannleiksskilningi Nietzsches.
44 Martin Heidegger, Nietzsche (2 bindi), Pfuhingen: Neske, 1961, sjá sérstaklega 2. bindi, 7-29.