Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 134
132
Róbert Jack
Samsvörun í fornaldarheimspekinni má finna hjá stóuspekingnum Epikt-
et, en í Handbók sinni segir hann:
Ekki eru það atburðirnir sjálfir, sem áhyggjum valda, heldur horf
manna við þeim.
Aðrir geta ekki sært þig, ef þú vilt ekki sjálfur, að svo verði. Þá fyrst
ert þú særður, er þú telur, að svo sé. 45
Þannig má finna sama ráð til konunnar á danssýningunni, sem getið var hér
í upphafi, hjá Dyer og Epiktet: Breyttu hugsunum þínum og viðhorfi þannig
að þú lítir ekki á það sem stórmál þó þú fáir ekki nákvæmlega það sem þú
bjóst við að fá. Þannig muntu koma í veg fyrir að slíkir óvæntir atburðir komi
þér í uppnám og dragi úr ánægjunni af augnablikinu.
Annað dæmi um hugmyndalega samsvörun nútímasjálfshjálparfræða og
fornaldarheimspeki er einmitt áherslan á að lifa í augnablikinu, í núinu. En
þetta er haft eftir Epikúrosi: „Við fæðumst aðeins einu sinni [...] og samt
frestar þú, sem ekki ert stjórnandi morgundagsins, stöðugt gleði þinni? En
líf sem skotið er á frest er lítils virði [...]“.46 Þannig eggjar Epikúros okkur til
að láta ekki frarn hjá okkur fara þá gleði sem við getum öðlast í dag og bend-
ir okkur á að við stjórnum ekki því sem gerist á morgun, en rökstuðning fyr-
ir þessu viðhorfi er að finna hjá Wayne Dyer þegar hann segir:
Að lifa á líðandi stund, að komast í snertingu við „núið“, tilheyrir
kjarna góðs lífs. Þegar nánar er að gáð, geturðu aldrei lifað neina aðra
stund. Líðandi stund er hið eina sem til er og framtíðin er ekki ann-
að en önnur líðandi stund þegar að henni kemur.47
Þá nota menn fyrr og nú dauðann sem hvatningu um að einbeita sér að nú-
inu og því sem manni finnst raunverulega skipta máh í lífinu. Þannig segit
Dyer:
Líttu um öxl. Þú munt koma auga á fastan fylginaut. Við getum eins
kallað hann Þinn-eigin-dauða. [...] Þar sem dauðinn er svo óendan-
lega langur og lífið svo yfirþyrmandi stutt, þá skaltu spyrja sjálfan
þig: ,/Etti ég að stilla mig um að gera það sem mig langar í raun og
veru til að gera?“48
45 Báðar tilvitnanir eru í Handbók Epiktets - Hver er sinnar gcefu smidur, þýð. Broddi Jóhannesson, Al'
menna bókafélagið 1993, sú fyrri er grein V, bls. 11, og sú síðari grein XXX, bls. 42.
46 Philosophy as a Way ofLife, bls. 224.
47 Your Erroneous Zonesy bls. 23. Hér er þýðingu í Elskaðu sjálfan þig lítillega breytt, bls. 30. - Fyr^1
kaflinn í bók Dale Carnegie Lífsgleði njóttu (JPV útgáfa 2003) heitir „Lifðu í núinu" og þar segir
m.a.: „Dagurinn í dag er það dýrmætasta sem við eigum. Hann erþað eina sem við raunverulega et&
um.“ (bls. 25)
Your Erroneous Zones, bls. 7. Tilvitnun tekin úr Elskaðu sjálfan þig, bls. 17
48