Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 170
i68
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Lokaorð
Eins og ýjað er að hér að ofan getur það bundist ýmsum vandkvæðum að
gera skýran greinarmun á hlutlægum eiginleikum og huglægum. Til að
mynda getur það þvælst íyrir okkur hvort líta beri á þá eiginleika sem flokk-
ast sem huglægir sem afstæða eða ekki. Hér hefur ekkert verið minnst á önn-
ur vandkvæði, svo sem þau að óljóst getur verið við hvað á nákvæmlega að
miða þegar eiginleiki er flokkaður sem annað hvort hlutlægur eða huglægur
og ekki síst það að út frá þeim frumspekilegu viðmiðum sem helst eru not-
hæf virðast ákaflega margir eiginleikar hvorki með öflu huglægir né með öflu
hlutlægir. Flokkun í hlutlæga og huglæga eiginleika getur líklega seint orðið
mjög skýr eða óumdeild.
Þrátt fyrir þessi vandkvæði verður niðurstaðan hér að þær „ráðgátur“ sem
kynntar voru í byrjun eru eftir allt saman kannski engar ráðgátur. Þótt það
hugtakakerfi sem við beitum á heiminn, og þar með talið það hvernig við
hugsum um eiginleika hluta, hljóti alltaf að ráðast af hugum okkar gefur það
ekki ástæðu til að ætla að eiginleikarnir sjálfir séu aflir sama eðlis. Enn frem-
ur er engan veginn nauðsynlegt að láta greinarmun á hlutlægum og huglæg'
um eiginleikum standa og falla með vafasamri skiptingu í hlutlægar og hug'
lægar staðreyndir.
Heimildir
Haslanger, S. (1995). „Ontology and Social Construction", Philosophical Topics 23(2).
95-125.
Haslanger, S. (2003). „Social Construction: The ,Debunking’ Project“, Socializing Metap'
hysics, F. Schmitt (ritstj.). Lanham: Rowman og Littlefield.
Johnston, M. (1993). „Objectivity Refigured: Pragmatism Without Verificationism >
Reality, Representation &Projection, ritstj. J.W. Haldane og C. Wright. New York/Ox'
ford, Oxford University Press. ■
McGowan, M.K. (2001). „Privileging Properties", Philosophical Studies 105(1), 1-23.
McGowan, M.K. (2002). „The Neglected Controversy Over Metaphysical Realism >
Philosophy 77(299), 5-21.
McLaughlin, B.P. (2003). „Colour, Consciousness, and Colour Consciousness", Consct'
ousness:New Phi/osophica/Perspectives, ritstj. Q^Smith &A. Jokic. Oxford: Clarendon-
Rosen, G. (1994). „Objectivity and Modern Idealism: What Is The Question?“, Phi/os'
ophy in Mind: The Place of Phdosophy in the Study of Mind, ritstj. M. Michael og J'
O’Leary-Hawthorne. Dordrecht: Kluwer.
Wright, C. (1992). Truth and Objectivity. Cambridge (Mass.): Harvard University Press-